Fréttir

Skil á gögnum

Vegna vinnslu á umsóknum félagsfólks hefur verið settur lokafrestur vegna skila á umsóknum og fylgiskjölum eigi að koma til útgreiðslu styrkja fyrir áramót. Skil til Styrktarsjóðs BSRB: 15. desember 2023 Skil vegna umsókna á skrifstofu Kjalar: 20. desember 2023  

Mundu eftir desemberuppbótinni!

Desemberuppbót er eingreiðsla sem ber að greiða þann 1. desember samkvæmt kjarasamningum. Upphæðin ákvarðast af starfstíma og starfshlutfalli. Við hvetjum félagsfólk okkar til að fylgjast með hvort desemberuppbótin verði greidd. Uppbótin greiðist eigi síðar en 15. desember ár hvert.

Konur draga úr launaðri vinnu til að sinna ólaunuðum störfum innan veggja heimilisins

Konur minnka í mun meiri mæli starfshlutfall sitt til að samræma betur vinnu og heimilislíf, lengja frekar fæðingarorlof og bera mun meiri ábyrgð á samskiptum við skóla barna samkvæmt niðurstöðu spurningakönnunar Vörðu - Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins meðal foreldra á Íslandi. Það hefur mikil áhrif á tekjumöguleika þeirra en atvinnutekjur kvenna er 21% lægri á ársgrundvelli en karla (Hagstofa Íslands, 2022). Konur velja sér auk þess frekar starfsvettvang til þess að auðvelda samræmingu fjölskyldu og atvinnulífs. Þá fjárhagsstaða einhleypra foreldra er mun verra en sambúðarfólks samkvæmt niðurstöðunum.

Mótmæla harðlega yfirtöku á starfsmatinu í ályktun á landsfundi


Skrifstofa Kjalar á Grundarfirði lokuð tímabundið

Skrifstofa Kjalar á Grundarfirði er lokuð frá með deginum í dag 30. október á meðan unnið er að ráðningu starfsmanns á svæðinu. 

Kvennaverkfall 24. okt - skrifstofur Kjalar verða lokaðar

Kvennafrídagurinn er á morgun, þriðjudaginn 24. október, en 48 ár eru síðan konur lögðu niður störf í fyrsta sinn til þess að berjast fyrir jöfnum kjörum. Boðað er til samstöðufunda um allt land undir yfirskriftinni Kallar þú þetta jafnrétti? Í ár er gerð krafa um að störf kvenna verði metin að verðleikum og að kynbundnu ofbeldi verði útrýmt.

Sveitarfélög ársins 2023 útnefnd

Viðburðurinn Sveitarfélag ársins 2023 fór fram þann 12.október, þar sem niðurstöður könnunarinnar voru kynntar og fjögur sveitarfélög voru útnefnd Sveitarfélög ársins. Útnefningin er á grunni niðurstaðna viðhorfskönnunar félagsfólks 10 bæjarstarfsmannafélaga hjá sveitarfélögum á þeirra félagssvæðum og var könnunin gerð í samstarfi við Gallup. Þetta er annað árið í röð sem slík könnun er gerð og þeim sveitarfélögum veitt viðurkenning sem skara fram úr. Sveitarfélagið Grímsnes- og Grafningshreppur hnepptu fyrsta sætið annað árið í röð. Sveitarfélagið Bláskógabyggð var í öðru sæti og var þetta annað árið í röð sem þau hljóta nafnbótina. Sveitarfélagið Vogar var í þriðja sæti og Skagaströnd í því fjórða.

Sveitarfélag ársins 2023 tilkynnt í beinni útsendingu þann 12. október

Val á Sveitarfélagi ársins 2023 verður tilkynnt 12. október næstkomandi kl. 10:30 Sveitarfélag ársins er samstarfsverkefni tíu bæjarstarfmanna félaga inna BSRB sem nær því til félagsfólks sem starfar hjá Sveitarfélögum. Veitt er viðurkenning fyrir bestu heildarniðurstöðu þátta sem stuðla að blómlegu og heilbrigðu starfsumhverfi starfsfólks sveitarfélaga.

Laust starf - verkefnastjóri svæðisdeildar Snæfellsnes- og Dalasýslu

Kjölur stéttarfélag leitar að jákvæðum og öflugum verkefnastjóra sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni og axla ábyrgð á starfsstöð félagsins á Snæfellsnes- og Dalasýslu. Viðkomandi þarf að vera með ríka þjónustulund, öguð vinnubrögð, búa yfir sjálfstæði í starfi, vilja til að tileinka sér nýjungar og takast á við fjölbreytt verkefni. 

Kvennaverkfall boðað 24. október

Á fjórða tug samtaka kvenna, hinsegin fólks og launafólks blása til heils dags kvennaverkfalls þann 24. október næstkomandi. Konur og kvár sem geta eiga að leggja niður störf; ekki mæta til vinnu, ekki annast börnin s.s. gefa þeim mat eða smyrja nesti né sinna veikum fjölskyldumeðlimum heldur fá karlkyns fjölskyldumeðlim til að standa vaktina. Sleppa á öllu sem gæti talist til starfa hvort sem er átt við launaða vinnu, eða ólaunaða líkt og umönnun barna, sinna heimilinu eða þriðju vaktina svokölluðu. Svo eru þau hvött til mæta á útifundi á Arnarhóli eða í sinni heimabyggð og sýna samstöðu í verki.