Orlof

Á síðunni er að finna helstu upplýsingar um orlof starfsmanna ríkisins

Útreikningur á orlofi hefur tekið breytingum eftir að vinnuvika var stytt hjá starfsfólki ríkis, sveitarfélaga og Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu.

Útreikningur á orlofi hefur tekið breytingum eftir að vinnuvika var stytt hjá starfsfólki ríkis, sveitarfélaga og Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu.

Hjá vaktavinnufólki breyttist útreikningur frá og með 1. maí 2021.

Orlofsréttur starfsmanns í fullu starfi er eftir sem áður 240 klst. eða að jafnaði 30 dagar. Engar breytingar hafa verið gerðar á fjölda stunda né fjölda daga skv. kjarasamningum.

Útreikningur orlofs fyrir 1. maí 2021

(Orlof var reiknað með eftirfarandi hætti fyrir 1. maí 2021:

240 orlofsstundir (á ári fyrir fullt starf) / 8 vinnustundir á dag (reiknað 40 klst. á viku / 5 dagar á viku) = 30 dagar)

Útreikningur orlofs eftir 1. maí 2021

Eftir 1. maí 2021 er orlof reiknað með eftirfarandi hætti:

240 orlofsstundir (á ári fyrir fullt starf) / 7,2 vinnustundir á dag / stuðullinn 1,11 (stuðullinn reiknaður með 40/36 klst. á viku = 1,11) = 30 dagar

Orlof starfsfólks í hlutastarfi er reiknað með sama hætti. Í stað 36/5 (vinnuvikan 36 klst. miðað við 5 virka daga vikunnar) breytist 36 miðað við starfshlutfall.

Aðrir þættir sem hafa þarf í huga vegna orlofstöku starfsfólks

  • Orlof er greitt sem dagvinna.
  • Vægi vinnuskyldustunda ávinnst ekki í orlofi.
  • Orlof af vaktahvata er greitt jafnóðum (mánaðarlega).
  • Orlof af vaktaálagi er greitt jafnóðum (mánaðarlega). Undantekning er meðal Eflingarfólks hjá Reykjavíkurborg.
  • Fyrir starfsmann í fullu starfi reiknast 8 klst. í orlof fyrir hvern virkan vinnudag (miðað við 7,2 klst. vinnudag*1,11).
  • Ef vaktir eru styttri eða lengri getur það haft áhrif á hlutfall tíma sem teknir eru í orlofi eftir því hvernig það kemur niður á vaktaplaninu. Sérstaklega á það við ef um fastar vaktarúllur er að ræða.

Meðaltalsorlof

Mælt er með að orlof sé skráð sem meðaltalsorlof (ekki vaktir), að minnsta kosti þegar teknir eru samfellt fleiri en 3 orlofsdagar í röð.

Ástæður þess eru:

  • Það skiptir máli m.t.t. vaktahvata að fá mætingu á hvern vinnudag þegar starfsmaður er í orlofi til að hann geti átt möguleika á vaktahvata (14-19 mætingar). Ef vaktir eru lengri eru mætingarnar færri.
  • Meira gegnsæi er fyrir starfsmanninn á hvað fylgir með í orlofi og hvað ekki.
  • Vinnuskil eru rétt. Geta verið í of miklum +/- ef orlof er sett á vaktir, m.t.t. rauðra daga sem falla á virka daga, vægis vinnuskyldustunda og vegna lengdar vakta.
  • Jöfnun vinnuskila hafa áhrif til uppsöfnunar á tímum í vinnuskilum ef ekki er skráð meðaltalsorlof. Orlofsdagar eiga ekki að falla á rauða daga sem bera upp á virka daga.
  • Ef orlof er ákveðið eftir að vinnuskýrsla liggur fyrir þarf að fjölga tímum í orlofi miðað við vaktir þar sem orlof tekur ekki mið af vægi vinnuskyldustunda.
  • Við skráningu orlofs þarf alltaf að hafa í huga hvernig unnið er fyrir og eftir orlofið. Á það sérstaklega við þegar unnið er helgarvinnu í kjölfar orlofs í miðri viku.

 

Útreikningur á orlofi hefur tekið breytingum eftir að vinnuvika var stytt hjá starfsfólki ríkis, sveitarfélaga og Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu.

Hjá vaktavinnufólki breyttist útreikningur frá og með 1. maí 2021.

Orlofsréttur starfsmanns í fullu starfi er eftir sem áður 240 klst. eða að jafnaði 30 dagar. Engar breytingar hafa verið gerðar á fjölda stunda né fjölda daga skv. kjarasamningum.

Útreikningur orlofs fyrir 1. maí 2021

(Orlof var reiknað með eftirfarandi hætti fyrir 1. maí 2021:

240 orlofsstundir (á ári fyrir fullt starf) / 8 vinnustundir á dag (reiknað 40 klst. á viku / 5 dagar á viku) = 30 dagar)

Útreikningur orlofs eftir 1. maí 2021

Eftir 1. maí 2021 er orlof reiknað með eftirfarandi hætti:

240 orlofsstundir (á ári fyrir fullt starf) / 7,2 vinnustundir á dag / stuðullinn 1,11 (stuðullinn reiknaður með 40/36 klst. á viku = 1,11) = 30 dagar

Orlof starfsfólks í hlutastarfi er reiknað með sama hætti. Í stað 36/5 (vinnuvikan 36 klst. miðað við 5 virka daga vikunnar) breytist 36 miðað við starfshlutfall.

Aðrir þættir sem hafa þarf í huga vegna orlofstöku starfsfólks

  • Orlof er greitt sem dagvinna.
  • Vægi vinnuskyldustunda ávinnst ekki í orlofi.
  • Orlof af vaktahvata er greitt jafnóðum (mánaðarlega).
  • Orlof af vaktaálagi er greitt jafnóðum (mánaðarlega). Undantekning er meðal Eflingarfólks hjá Reykjavíkurborg.
  • Fyrir starfsmann í fullu starfi reiknast 8 klst. í orlof fyrir hvern virkan vinnudag (miðað við 7,2 klst. vinnudag*1,11).
  • Ef vaktir eru styttri eða lengri getur það haft áhrif á hlutfall tíma sem teknir eru í orlofi eftir því hvernig það kemur niður á vaktaplaninu. Sérstaklega á það við ef um fastar vaktarúllur er að ræða.

Meðaltalsorlof

Mælt er með að orlof sé skráð sem meðaltalsorlof (ekki vaktir), að minnsta kosti þegar teknir eru samfellt fleiri en 3 orlofsdagar í röð.

Ástæður þess eru:

  • Það skiptir máli m.t.t. vaktahvata að fá mætingu á hvern vinnudag þegar starfsmaður er í orlofi til að hann geti átt möguleika á vaktahvata (14-19 mætingar). Ef vaktir eru lengri eru mætingarnar færri.
  • Meira gegnsæi er fyrir starfsmanninn á hvað fylgir með í orlofi og hvað ekki.
  • Vinnuskil eru rétt. Geta verið í of miklum +/- ef orlof er sett á vaktir, m.t.t. rauðra daga sem falla á virka daga, vægis vinnuskyldustunda og vegna lengdar vakta.
  • Jöfnun vinnuskila hafa áhrif til uppsöfnunar á tímum í vinnuskilum ef ekki er skráð meðaltalsorlof. Orlofsdagar eiga ekki að falla á rauða daga sem bera upp á virka daga.
  • Ef orlof er ákveðið eftir að vinnuskýrsla liggur fyrir þarf að fjölga tímum í orlofi miðað við vaktir þar sem orlof tekur ekki mið af vægi vinnuskyldustunda.
  • Við skráningu orlofs þarf alltaf að hafa í huga hvernig unnið er fyrir og eftir orlofið. Á það sérstaklega við þegar unnið er helgarvinnu í kjölfar orlofs í miðri viku.
  • Heimild: www.betrivinnutimi.is

Lengd orlofs

Lágmarksorlof skal vera 30 dagar (240 vinnuskyldustundir miða við 40 stunda vinnuviku) miðað við fullt ársstarf. Ávinnsla orlofs skal vera hlutfallsleg miða við starfshlutfall og starfstíma starfsmanns.

Orlofslaun

Starfsmaður skal fá 13,04% orlofsfé á yfirvinnu og álagsgreiðslur samkvæmt samningi þessum.

Orlofsárið

Orlofsárið er frá 1. maí til 30. apríl.

Ef breytingar verða á starfshlutfalli á orlofsárinu þarf að taka tillit til þess í launaútreikningi við töku orlofs.

Sumarorlofstími

Tímabil sumarorlofs er frá 1. maí til 15. september.

Starfsmaður á rétt á að fá allt orlof sitt allt að 30 daga orlof, þar af 15 daga samfellda, á sumarorlofstímabilinu, enda verði því komið við vegna starfa stofnunar.

Ákvörðun orlofs

Yfirmaður ákveður í samráði við starfsmann, hvenær orlof skuli veitt. Yfirmanni er skylt að verða við óskum starfsmanns um hvenær orlof skuli veitt á sumarorlofstíma ef því verður við komið vegna starfssemi stofnunar.

Ákvörðun um sumarorlof skal liggja svo fljótt sem verða má og eigi síðar en 31. mars og tilkynna starfsmanni með sannarlegum hætti, svo sem í tímaskráningarkerfi stofnuna, nema sérstakar ástæður hamli.

Sé orlof eða hluti orlofs tekið utan sumarorlofstímabils, að skriflegri beiðni yfirmanns, skal sá hluti orlofsins lengjast um 25%.

Hafi starfsmaður átt gjaldfallið orlof þann 1. maí 2019, allt að 60 daga, ekki nýtt þá daga fyrir 30. apríl 2023, falla þeir dagar niður sem eftir standa.

Frestun orlofs

Flutningur orlofs milli ára er óheimill sbr. þí grein 4.6.2 og 4.6.3.

Ef starfsmaður tekur ekki orlof eða hluta af orlofi, að skrifalegari beiðni yfrimanns, getur orlofið geymst til næsta orlofsárs, enda hafi starfsmaður ekki lokið orlofstöku á orlofsárinu. Sama gildir um starfsmann í fæðringar- og foreldraorlofi. Í slíkum tilvikum getur uppsafnað orlof aldrei orðið meira en 60 daga.

Upplýsingar um stöðu þegar áunnins og ótekins orlofs skulu vera starfsmönnum aðgengilegar í tímaskráningarkerfi stofnunar.

Úr öðru starfi

Komi starfsmaður úr öðru starfi án þess að hafa notið áunnins orlofs, þá á hann rétt á ólaunuðu orlofi í allt að 30 daga.

Veikindi í orlofi

Veikist starfsmaður í orlofi, telst sá tími sem veikindum nemur ekki til orlofs, enda sanni starfsmaður með læknisvottorði að hann geti ekki notið orlofs.

Tilkynna skal yfirmanni án tafar með sannanlegum hætti ef um veikindi eða slys í orlofi er að ræða.

Í slíkum tilvikum er heimilt að flytja ótekið orlof til næsta árs, sbr. grein 4.6.2.

Orlofsuppbót

Hinn fyrsta 1. júní ár hvert skal starfsmaður sem er í starfi til 30. apríl næst á undan, fá greidda sérstaka eingreiðlu, orlofsuppbót, er miðast við fullt starf næstliðið orlofsár. Greitt skal hlutfallslega við starfshlutfall og starfstíma. 

Hafi starfsmaður látið af störfum á orlofsárinu vegna aldurs eða a.m.k. 3 mánaða/13 vikna samfellt starf á orlofsárinu, skal hann fá greidda orlofsuppbót hlutfallslega miða við unninn tíma og starfshlutfall. Sama gildir ef starfsmaður ver frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu stofnunar lýkur eða vegna fæðingarorlofs allt að 6 mánuðum. Orlofsuppbót er föst fjárhæð og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum samningsins. Á orflofsuppbót reiknast ekki orlofsfé. 

Áunnin orlofsuppbót skal gerð upp samhliða starfslokum.

Orlofsuppbót á samningsímanum verður sem hér segir:

Á árinu 2023 56.000 kr.