03.10.2023
Fréttir
Á fjórða tug samtaka kvenna, hinsegin fólks og launafólks blása til heils dags kvennaverkfalls þann 24. október næstkomandi.
Konur og kvár sem geta eiga að leggja niður störf; ekki mæta til vinnu, ekki annast börnin s.s. gefa þeim mat eða smyrja nesti né sinna veikum fjölskyldumeðlimum heldur fá karlkyns fjölskyldumeðlim til að standa vaktina. Sleppa á öllu sem gæti talist til starfa hvort sem er átt við launaða vinnu, eða ólaunaða líkt og umönnun barna, sinna heimilinu eða þriðju vaktina svokölluðu. Svo eru þau hvött til mæta á útifundi á Arnarhóli eða í sinni heimabyggð og sýna samstöðu í verki.
03.10.2023
Fréttir
Ellefu aðildarfélög BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning að morgni laugardags 10. júní 2023. Í framhaldinu var verkfallsaðgerðum sem hófust um miðjan maí aflýst.
Í framhaldinu var útbúin sérstök síða þar sem félagsfólk sem lagði niður störf í aðgerðun á tímabilinu 15. maí - 10. júní getur sótt um verkfallsbætur. Meirihluti þeirra sem tóku þátt í verkfallsaðgerðunum hefur nú þegar sótt um verkfallsbætur. Frestur fyrir þau sem eiga eftir að sækja um bæturnar rennur út miðvikudaginn 25. október nk. Eftir það verður síðunni lokað. Stefnt er að því að greiðsla síðustu verkfallsbóta fari fram fyrstu dagana í nóvember.
26.09.2023
Nú á dögunum komst Landsréttur að sömu niðurstöðu og Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður komist að í máli starfsmanns sem taldi að ferðatími á vegum vinnu sinnar, til annars áfangastaðar en hefðbundinnar starfsstöðvar í því skyni að inna af hendi störf sín að kröfu atvinnurekanda, eigi að teljast til vinnutíma.
22.09.2023
Fréttir
Skrifstofur Kjalar á Akureyri og Ísafirði eru lokaðar í dag vegna stjórnarfundar Kjalar.
Skrifstofa Kjalar á Grundarfirði er opin og því er hægt að ná í okkur símleiðis og í gegnum tölvupóst milli 10:00-13:00 í dag.
Sími Kjalar er 525-8383
18.09.2023
Fréttir
Nú er tilvalið að skrá sig á námskeið hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Í haust má finna fjölbreytt úrval námskeiða sem standa félagsfólki Kjalar til boða, þeim að kostnaðarlausu.
Kjölur stéttarfélag vill stuðla að fjölbreyttum námskeiðum fyrir félagsfólk í samstarfi við fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar og eru þau námskeið félagsfólki að kostnaðarlausu. Námskeiðum þessum er ætlað að styrkja fólk í lífi og starfi með því að hlúa að heilsu og menningu.
29.08.2023
Fréttir
Nú er tilvalið að skrá sig á námskeið hjá Símey. Í haust má finna fjölbreytt úrval námskeiða sem standa félagsfólki Kjalar til boða, þeim að kostnaðarlausu.
Kjölur stéttarfélag vill stuðla að fjölbreyttum námskeiðum fyrir félagsfólk í samstarfi við fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar og eru þau námskeið félagsfólki að kostnaðarlausu. Námskeiðum þessum er ætlað að styrkja fólk í lífi og starfi með því að hlúa að heilsu og menningu.
Upplýsingar um fræðsludagskrá haustannar hjá Símey má sjá á heimasíðu skólans og heimasíðu Kjalar hér að neðan.
29.08.2023
Fréttir
Nú er tilvalið að skrá sig á námskeið hjá Farskólanum. Í haust má finna fjölbreytt úrval námskeiða sem standa félagsfólki Kjalar til boða, þeim að kostnaðarlausu.
Kjölur stéttarfélag vill stuðla að fjölbreyttum námskeiðum fyrir félagsfólk í samstarfi við fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar og eru þau námskeið félagsfólki að kostnaðarlausu. Námskeiðum þessum er ætlað að styrkja fólk í lífi og starfi með því að hlúa að heilsu og menningu.
Upplýsingar um fræðsludagskrá haustannar hjá Farskólanum má sjá á heimasíðu skólans og heimasíðu Kjalar hér að neðan.
25.08.2023
Við viljum vekja athygli á tveimur nýlegum dómum sem fallið hafa í tengslum við trúnaðarlækna vinnustaða og réttindi starfsfólks í veikindum.
Á síðustu mánuðum hafa tveir dómar fallið hjá Félagsdómi annarsvegar og Landsdómi hinsvegar sem staðfesta þá afstöðu stéttarfélaga að starfsfólki beri að jafnaði ekki að mæta til skoðunar hjá trúnaðarlækni heldur ber trúnaðarlækni að ræða við lækni starfsmanns, þ.e. þann sem gefur út vottorð.
23.08.2023
Fréttir
Fræðslusjóður Kjalar hefur það markmið að auka hæfni sjóðsfélaga og möguleika þeirra til starfsþróunar í starfi eða eftir atvikum að styrkja þá til sí- og endurmenntunar. Þannig geti sjóðsfélagar bætt við og/eða endurnýjað menntun sína og viðhaldið virði sínu á vinnumarkaði.
16.08.2023
Félagsfólk Kjalar sem hefur verið starfandi síðustu 6 mánuði fyrir fæðingu barns og hefur gildan ráðningarsamning við upphaf fæðingarorlofs á rétt á styrk. Við útreikning upphæðar er miðað við greidd iðgjöld í sjóðinn síðustu 12 mánuði, ef iðgjaldaupphæð nær 33.000 kr. Er styrkurinn 240.000 kr. Nái iðgjaldaupphæðin ekki þessu marki lækkar styrkurinn hlutfallslega miðað við inngreidd iðgjöld.