Fréttir

NTR Ráðstefnan yfirstaðin

NTR Ráðstefnan, Nordisk Tjänstemannsråd, fór fram í Reykjavík dagana 25. til 27. júní á Hilton Reykjavík Nordica. NTR eru samtök bæjarstarfsmanna á Norðurlöndum og rúmlega 100 fulltrúar frá Íslandi, Færeyjum Noregi, Svíþjóð og Danmörku tóku þátt.

Kjarasamningur undirritaður við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu


Sótt um verkfallsbætur

Hægt er að sækja um verkfallsbætur þegar annaðhvort launaseðill með skerðingu vegna verkfallsdaga liggur fyrir eða þegar skerðingin er sýnileg í vinnustund. Í umsóknarferlinu þarf að senda annaðhvort launaseðilinn með eða útskrift úr vinnustund yfir viðkomandi tímabil, sjá leiðbeiningar hér.

Kjarasamningurinn samþykktur með 91,7 % greiddra atkvæða

At­kvæða­greiðslu um kjara­samning Kjalar og Sam­bands ís­lenskra sveitar­fé­laga lauk í há­deginu í dag. Samningurinn sem gildir frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024 var samþykktur með 91,7% greiddra atkvæða. 

Kosið um nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga

Klukkan 12 í dag þann 15. júní hófst atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning sem Kjölur stéttarfélag ásamt tíu öðrum aðildarfélögum BSRB skrifuðu undir þann 10. júní sl. Atkvæðagreiðslan fer fram rafrænt og hefur borist félögum í tölvupósti. Kosningu lýkur mánudaginn 19. júní kl. 12:00.

Könnunin Sveitarfélag ársins lokar 26.júní!

Nú stendur yfir könnunin Sveitarfélag ársins. Könnunin er hluti af samstarfsverkefni bæjarstarfsmannafélaga og stéttarfélaga innan BSRB og nær til félagsmanna sem starfa hjá sveitarfélögum. Markmið verkefnisins er að styrkja starfsumhverfi sveitarfélaganna með því að draga upp heildarmynd af starfsumhverfi og starfsánægju félagsmanna. Könnunin lokar þann 26. júní og eru allir sem fengu könnunina senda hvattir til að taka þátt og leggja þannig hönd á plóg í baráttunni fyrir betra starfsumhverfi. Þeir sem taka þátt lenda sjálfkrafa í happdrætti þar sem tíu heppnir svarendur hljóta vinning að verðmæti 10.000 kr.

Kjarasamningur undirritaðar og verkfalli aflýst


Vilja sveitarfélögin mismuna fólki?

Þegar kom í ljós að starfsfólk sveitarfélaganna fékk mismunandi laun fyrstu þrjá mánuði ársins eftir hvaða stéttafélagi það tilheyrði, töldum við í BSRB að málið yrði fljótafgreitt í ljósi sögunnar. Sveitarfélögin voru fyrstu atvinnurekendur landsins til að taka upp samræmt starfsmatskerfi sem hafði það að markmiði framfylgja jafnlaunaákvæðum laga og tryggja starfsfólki sömu laun fyrir sömu eða jafnkrefjandi störf óháð kyni, vinnustað eða stéttafélagi. Þetta markmið er í samræmi við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og dómaframkvæmd um að mismunandi kjarasamningar réttlæti ekki launamun fólks í sama starfi.

Verkfallsaðgerðir stigmagnast eftir árangurslausan fund


Mikil samstaða meðal leikskólastarfsfólks í verkfalli

Í dag er þriðji dagur í verkfalli félagsmanna Kjalar sem starfa í leikskólum hjá Borgarbyggð, Skagafirði, Snæfellsbæ, Grundarfjarðarbæ og Sveitarfélaginu Stykkishólmi. Mikil samstaða og kraftur hefur verið í hópunum og öflug verkfallsvarsla verið starfrækt á hverju svæði á meðan verkfallinu stendur.