Svæðisdeildir

Samþykktir svæðisdeilda

Innan félagsins starfa svæðisdeildir sem hafa það hlutverk að vinna að hagsmunamálum svæðisdeildarinnar og félagsins. Starfssvið deildarinnar þarf að hljóta staðfestingu stjórnar félagsins.  Jafnframt skulu deildirnar senda stjórn félagsins fundargerðir sínar.

Trúnaðarmenn í hverri svæðisdeild kjósa sér aðaltrúnaðarmann og tvo trúnaðarmenn aðaltrúnaðarmanni til aðstoðar, þeir mynda síðan svæðisráð svæðisdeilda. Aðaltrúnaðarmaður á sæti í fulltrúaráði.

Helstu hlutverk svæðisdeilda eru:

  • Að afla upplýsinga fyrir aðalstjórn til framfara hverju sinni.
  • Að dreifa upplýsingum og aðstoða félagsmenn.
  • Að funda þegar þurfa þykir um sérmál svæðisins og koma tillögum til aðalstjórnar.
  • Að gera tillögur til aðalstjórnar um fjárframlög til svæðisdeildarinnar.
  • Að halda fundi árlega með þátttöku stjórnar/ starfsmanna.
  • Að sjá um skemmtiferðir/árshátíðir.
  • Að stuðla að samheldni og samvinnu meðal félagsmanna.
  • Að vinna að þeim hagsmunamálum sem upp koma hverju sinni.


Starfsráð, geta þeir stofnað, sem vinna störf sem krefjast hliðstæðrar menntunar eða stöðu s.s. stjórnendur, faghópar, skrifstofumenn og aðstoðarfólk. Starfsráð getur verið stofnað þvert á deildir. Hlutverk starfsráða er að mynda sameiginlegan starfsvettvang til að efla faglega þætti starfanna og hagsmuni um kjara- og réttindamál.