
Gjafabréfi Nice air er hægt að nýta til kaupa á flugfargjaldi og annarri bókunarþjónustu hjá Nice Air í gegnum bókunarsíðu félagsins Nice air
- Gjafabréfið er einungis til sölu á orlofshúsavefnum.
- Á gjafabréfinu er númer sem nota þarf þegar flug er bókað og keypt.
- Hver félagsmaður getur keypt að hámarki tvær ávísanir á 12 mánaða tímabili.
- Gjafabréfin fást ekki endurgreidd.

Gjafabréfi Icelandair gildir sem greiðsla fyrir flug í beinu áætlunarflugi til allra áfangastaða Icelandair.
- Gjafabréfið er einungis til sölu á orlofshúsavefnum.
- Á gjafabréfinu er númer sem nota þarf þegar flug er bókað og keypt.
- Hver félagsmaður getur keypt að hámarki tvær ávísanir á 12 mánaða tímabili.
- Gjafabréfin gilda í fimm ár frá útgáfudegi og verða að notast innan þess tíma (bæði við brottför og heimferð).
- Ekki er hægt að nota þetta gjafabréf sem greiðslu upp í pakkaferð hjá VITA.
- Gjafabréfin fást ekki endurgreidd.
- Hér má sjá stöðu á gjafabréfi: https://giftcertificates.icelandair.com/status/