Flugávísanir/gjafabréf

 

Gjafabréfi Icelandair gildir sem greiðsla fyrir flug í beinu áætlunarflugi til allra áfangastaða Icelandair. Ekki er hægt að nota þetta gjafabréf sem greiðslu upp í pakkaferð hjá VITA.

Gjafabréfið er einungis til sölu á orlofshúsavefnum. Á gjafabréfinu er númer sem nota þarf þegar flug er bókað og keypt. Hver félagsmaður getur keypt að hámarki átta samtals af bréfum á ári. Gjafabréfin gilda í fimm ár frá útgáfudegi og verða að notast innan þess tíma (bæði við brottför og heimferð). Gjafabréfin fást ekki endurgreidd.

Þrír möguleikar eru í boði:

Gjafabréf á kr. 11.000 en raunvirði er kr. 15.000

Gjafabréf á kr. 18.000 en raunvirði er kr. 25.000

Gjafabréf á kr. 28.000 en raunvirði er kr. 35.000