Vaktaálag og vaktahvati gildir frá 1. apríl 2023

Samkomulag um breytingar á fylgiskjali 3 í kjarasamningum aðila 2019 til 2023

Vaktavinnuhópur 2023 sammæIist um að leggja til við samningsaðila að gera eftirfarandi breytingar á greinum 1.6.1., 1.6.2. og 2.6.10. í fylgiskjali 2 (fylgiskjali 3 hjá sveitarfélögum). Tók gildi frá 1. apríl 2023 bæði hjá ríki og sveit.

VAKTAÁLAG

Vaktaálagi verði breytt þannig að á þeim tímum sem er greitt 90% álag verði greitt 120% álag og á þeim tímum sem er greitt 120% álag verði greitt 165% álag. Greinar 1.6.1. og 1.6.2. verði:

1.6 Álagsgreiðslur - vaktaálag

1.6.1 Vaktaálag reiknast af dagvinnukaupi sbr. gr. 1.4.1. Vaktaálag skal vera:

    • 33,33%   kl. 17:00 - 24:00 mánudaga til fimmtudaga
    • 55,00%   kl. 17:00 - 24:00 föstudaga
    • 65,00%   kl. 00:00 - 08:00 þriðjudaga til föstudaga
    • 55,00%   kl. 08:00 - 24:00 laugardaga, sunnudaga og sérstaka frídaga
    • 75,00%   kl. 00:00 - 08:00 laugardaga, sunnudaga, mánudaga og sérstaka frídaga
    • 120,00% kl. 00:00 - 24:00 stórhátíðardaga sbr. gr. 2.1.4.3,
    • 165,00% kl. frá kl. 16:00 - 24:00 á aðfangadag og gamlársdag
    • 165,00% kl. 00:00 – 08:00 á jóladag og nýársdag.

Brot úr klst. greiðist hlutfallslega.

1.6.2 Greiðsla fyrir bakvaktir skal reiknast af dagvinnukaupi sbr. gr. 1.4.1 með eftirtöldum hætti:

    • 33,33%   kl. 17:00 - 24:00 mánudaga til fimmtudaga
    • 45,00%   kl. 17:00 - 24:00 föstudaga
    • 45,00%   kl. 00:00 - 08:00 mánudaga
    • 33,33%   kl. 00:00 - 08:00 þriðjudaga til föstudaga
    • 45,00%   kl. 00:00 - 24:00 laugard., sunnud. og sérstaka frídaga
    • 120,00% kl. 00:00 - 24:00 stórhátíðardaga sbr. gr. 2.1.4.3
    • 165,00% kl. 16:00 - 24:00 á aðfangadag og gamlársdag
    • 165,00% kl. 00:00 – 08:00 á jóladag og nýársdag.

Brot úr klst. greiðist hlutfallslega. Um greiðslur fyrir útköll á bakvakt gilda gr. 2.3.3.1 og 2.3.3.2.

VAKTAHVATI

2.6.10 Vaktahvati

Starfsfólk sem vinnur vaktavinnu og uppfyllir skilyrði greinarinnar fær greiddan vaktahvata með eftirfarandi hætti.

Vaktahvati greiðist sem hlutfall mánaðarlauna vegna fjölbreytileika og fjölda vakta á launatímabili samkvæmt skipulögðum vöktum innan vinnutímaskyldu. Lágmarksfjöldi vinnuskyldustunda á hverju launatímabili utan dagvinnumarka (á 33,33%, 55%, 65% og 75% álagi) eru 42 vinnuskyldustundir. Vaktir eru flokkaðar í fjórar tegundir; dagvaktir, kvöldvaktir (33,33% álag), næturvaktir á virkum dögum (65% álag) og helgarvaktir (55% og 75% álag). Þá skal lágmarksfjöldi vinnuskyldustunda í hverri tegund vakta vera 15 vinnuskyldustundir. Starfsmaður þarf að standa vaktir í tveimur til fjórum tegundum vakta, 14 sinnum eða oftar til þess að njóta vaktahvata.

Vaktahvata verði breytt til ad tryggja jafnari vaktahvata til handa þeim hópi sem er með mestan fjölda og fjölbreytileika vakta á hverju launatímabili. Taflan í grein 2.6.10 verði svo frá 1. apríl 2023:

2.6.10 Vaktahvati

Hlutfall vaktahvata miðist við eftirfarandi töflu: