Kjölur stéttarfélag veitir jólastyrki

Stéttarfélögin við Eyjafjörð afhentu Velferðasjóði sína styrki við sameiginlegt tilefni í nóvember. …
Stéttarfélögin við Eyjafjörð afhentu Velferðasjóði sína styrki við sameiginlegt tilefni í nóvember. Frá vinstri: Trausti Jörundarson - formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, Sigmundur Kristberg Magnússon - verkefnastjóri hjá Byggiðn, Baldvin Valdimarsson - stjórnarmaður í Velferðarsjóð Eyjafjarðar, Anna Guðný Guðmundsdóttir - framkvæmdastjóri Kjalar, Helgi Sveinbjörn Jóhannsson - f.h. Félags Málmiðnaðarmanna og Eiður Stefánsson - formaður Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni.

Kjölur stéttarfélag veitir styrki til jólaaðstoðar fyrir 850.000 krónur

Kjölur hefur með markvissum hætti lagt sitt af mörkum til jólaaðstoðar á félagssvæðinu og veitti styrki að upphæð 850.000 krónur til hjálparsamtaka sem sinna lykilhlutverki í stuðningi við heimili og einstaklinga í fjárhagslegri óvissu yfir hátíðarnar. Fyrir hver jól fær félagið óskir um aðstoð frá hjálparsamtökum en að þessu sinni kemur fram að víða sé neyðin mikil og að í ár megi búast við að svipaður fjöldi eða fleiri umsóknir um jólaaðstoð muni berast. Í reglubundnum úthlutum Velferðasjóðs hefur komið fram að þörfin fyrir og eftirspurn eftir aðstoð hefur stóraukist ár frá ári. Framundan eru þungir mánuðir fyrir mörg heimili á svæðinu og ljóst að gera má ráð fyrir að jólaaðstoð 2025 verði stórt verkefni.  

Styrkveitingarnar renna til fjölskyldna víðs vegar um félagssvæðið, en umsóknir um aðstoð fara í gegnum tvær meginleiðir:

  • Hjálparstarf kirkjunnar, sem starfar á landsvísu og þjónustar fjölbreytta málaflokka.

  • Velferðarsjóð, sem úthlutar styrkjum fjórum sinnum á ári og tryggir stöðuga og gagnsæja framkvæmd aðstoðar.

Með þessum aðgerðum staðfestir Kjölur langtímastefnu sína um að vera virkur samfélagslegur hagsmunaaðili og styrkja velferðarinnviði á félagssvæðinu á þeim tíma árs þegar þörfin er hvað brýnust.