- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Félagsfólki Kjalar stendur nú til boða nýr orlofsvalkostur á
Akureyri en í stað íbúðar við Hólmatún hefur orlofssjóður
fjárfest í rúmgóðri íbúð með þremur svefnherbergjum á
jarðhæð við Geirþrúðarhaga 1. Sannarlega góður kostur
fyrir stórfjölskylduna enda eru í íbúðinni rúmstæði fyrir allt að átta
manns. Íbúðin er í Hagahverfi, einu af nýjustu íbúðahverfum
bæjarins og þaðan er stutt í alla helstu þjónustu sem og
Kjarnaskóg sem er sannkölluð útivistarparadís að sumri sem
vetri.