Fréttir

Sveitarfélög ársins 2023 útnefnd

Viðburðurinn Sveitarfélag ársins 2023 fór fram þann 12.október, þar sem niðurstöður könnunarinnar voru kynntar og fjögur sveitarfélög voru útnefnd Sveitarfélög ársins. Útnefningin er á grunni niðurstaðna viðhorfskönnunar félagsfólks 10 bæjarstarfsmannafélaga hjá sveitarfélögum á þeirra félagssvæðum og var könnunin gerð í samstarfi við Gallup. Þetta er annað árið í röð sem slík könnun er gerð og þeim sveitarfélögum veitt viðurkenning sem skara fram úr. Sveitarfélagið Grímsnes- og Grafningshreppur hnepptu fyrsta sætið annað árið í röð. Sveitarfélagið Bláskógabyggð var í öðru sæti og var þetta annað árið í röð sem þau hljóta nafnbótina. Sveitarfélagið Vogar var í þriðja sæti og Skagaströnd í því fjórða.

Sveitarfélag ársins 2023 tilkynnt í beinni útsendingu þann 12. október

Val á Sveitarfélagi ársins 2023 verður tilkynnt 12. október næstkomandi kl. 10:30 Sveitarfélag ársins er samstarfsverkefni tíu bæjarstarfmanna félaga inna BSRB sem nær því til félagsfólks sem starfar hjá Sveitarfélögum. Veitt er viðurkenning fyrir bestu heildarniðurstöðu þátta sem stuðla að blómlegu og heilbrigðu starfsumhverfi starfsfólks sveitarfélaga.

Laust starf - verkefnastjóri svæðisdeildar Snæfellsnes- og Dalasýslu

Kjölur stéttarfélag leitar að jákvæðum og öflugum verkefnastjóra sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni og axla ábyrgð á starfsstöð félagsins á Snæfellsnes- og Dalasýslu. Viðkomandi þarf að vera með ríka þjónustulund, öguð vinnubrögð, búa yfir sjálfstæði í starfi, vilja til að tileinka sér nýjungar og takast á við fjölbreytt verkefni. 

Kvennaverkfall boðað 24. október

Á fjórða tug samtaka kvenna, hinsegin fólks og launafólks blása til heils dags kvennaverkfalls þann 24. október næstkomandi. Konur og kvár sem geta eiga að leggja niður störf; ekki mæta til vinnu, ekki annast börnin s.s. gefa þeim mat eða smyrja nesti né sinna veikum fjölskyldumeðlimum heldur fá karlkyns fjölskyldumeðlim til að standa vaktina. Sleppa á öllu sem gæti talist til starfa hvort sem er átt við launaða vinnu, eða ólaunaða líkt og umönnun barna, sinna heimilinu eða þriðju vaktina svokölluðu. Svo eru þau hvött til mæta á útifundi á Arnarhóli eða í sinni heimabyggð og sýna samstöðu í verki.

Frestur til að sækja um verkfallsbætur rennur út miðvikudaginn 25. október nk.

Ellefu aðildarfélög BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning að morgni laugardags 10. júní 2023. Í framhaldinu var verkfallsaðgerðum sem hófust um miðjan maí aflýst. Í framhaldinu var útbúin sérstök síða þar sem félagsfólk sem lagði niður störf í aðgerðun á tímabilinu 15. maí - 10. júní getur sótt um verkfallsbætur. Meirihluti þeirra sem tóku þátt í verkfallsaðgerðunum hefur nú þegar sótt um verkfallsbætur. Frestur fyrir þau sem eiga eftir að sækja um bæturnar rennur út miðvikudaginn 25. október nk. Eftir það verður síðunni lokað. Stefnt er að því að greiðsla síðustu verkfallsbóta fari fram fyrstu dagana í nóvember.

Ferðatími á vegum vinnu telst vinnutími

Nú á dögunum komst Landsréttur að sömu niðurstöðu og Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður komist að í máli starfsmanns sem taldi að ferðatími á vegum vinnu sinnar, til annars áfangastaðar en hefðbundinnar starfsstöðvar í því skyni að inna af hendi störf sín að kröfu atvinnurekanda, eigi að teljast til vinnutíma.

Lokað á skrifstofum Kjalar á Akureyri og Ísafirði í dag

Skrifstofur Kjalar á Akureyri og Ísafirði eru lokaðar í dag vegna stjórnarfundar Kjalar. Skrifstofa Kjalar á Grundarfirði er opin og því er hægt að ná í okkur símleiðis og í gegnum tölvupóst milli 10:00-13:00 í dag. Sími Kjalar er 525-8383

Fjölbreytt námskeið hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða - Haustönn 2023

Nú er tilvalið að skrá sig á námskeið hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Í haust má finna fjölbreytt úrval námskeiða sem standa félagsfólki Kjalar til boða, þeim að kostnaðarlausu. Kjölur stéttarfélag vill stuðla að fjölbreyttum námskeiðum fyrir félagsfólk í samstarfi við fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar og eru þau námskeið félagsfólki að kostnaðarlausu. Námskeiðum þessum er ætlað að styrkja fólk í lífi og starfi með því að hlúa að heilsu og menningu.

Fjölbreytt námskeið hjá Símey - Haustönn 2023

Nú er tilvalið að skrá sig á námskeið hjá Símey. Í haust má finna fjölbreytt úrval námskeiða sem standa félagsfólki Kjalar til boða, þeim að kostnaðarlausu. Kjölur stéttarfélag vill stuðla að fjölbreyttum námskeiðum fyrir félagsfólk í samstarfi við fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar og eru þau námskeið félagsfólki að kostnaðarlausu. Námskeiðum þessum er ætlað að styrkja fólk í lífi og starfi með því að hlúa að heilsu og menningu. Upplýsingar um fræðsludagskrá haustannar hjá Símey má sjá á heimasíðu skólans og heimasíðu Kjalar hér að neðan.

Fjölbreytt námskeið hjá Farskólanum - Haustönn 2023

Nú er tilvalið að skrá sig á námskeið hjá Farskólanum. Í haust má finna fjölbreytt úrval námskeiða sem standa félagsfólki Kjalar til boða, þeim að  kostnaðarlausu. Kjölur stéttarfélag vill stuðla að fjölbreyttum námskeiðum fyrir félagsfólk í samstarfi við fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar og eru þau námskeið félagsfólki að kostnaðarlausu. Námskeiðum þessum er ætlað að styrkja fólk í lífi og starfi með því að hlúa að heilsu og menningu.  Upplýsingar um fræðsludagskrá haustannar hjá Farskólanum má sjá á heimasíðu skólans og heimasíðu Kjalar hér að neðan.