• Vegna hertra sóttvarnaraðgerða hefur verður lokað fyrir heimsóknir á skrifstofu Kjalar stéttarfélags, Félagsmenn eru hvattir til að nýta sér rafræn samskipti í gegnum heimasíðu Kjalar stéttarfélags þar sem finna má allar helstu upplýsingar um þjónustu félagsins, og senda kjolur@kjolur.is eða hringja í síma 525 8383.
    Hér er hægt að skrá sig til að vera með á fjarfundi um vinnutímastyttingu 

    Hér er hægt að panta Vinnutímabók Kjalar 2021

Hvað gerir Kjölur stéttarfélag fyrir félagsmenn?

KJARASAMNINGAR

Við semjum fyrir hönd félagsmanna við atvinnurekendur eða samtök atvinnurekenda.

Í kjarasamningi eru ákvæði um laun, vinnutíma, yfirvinnu, orlof, veikindarétt, uppsagnarrétt ofl.

Réttindi samkvæmt kjarasamningi:

STYRKIR


Við veitum styrki til félagsmanna úr eftirfarandi sjóðum:

Fræðslusjóður: símenntun, starfstengt námskeið, frístundanámskeið o.fl.

Styrktarsjóður: sjúkraþjálfun, líkamsrækt, gleraugnakaup, sjúkradag- peningar o.fl. Opna styrkjasíðu

Mannauðssjóður: styrkur til starfsþróunar og námskeiðahalds á vegum sveitarfélaga.