Fréttir

Sömu laun fyrir sömu störf!

Sveitarfélög landsins eru að mismuna starfsfólki sínu, fólki sem vinnur sömu eða sambærileg störf, jafnvel inni á sömu vinnustöðum, með þeim afleiðingum að sumir eiga að sætta sig við 25% minni launahækkun en aðrir. Þannig er starfsfólki gert að horfa upp á það að vinnufélagar þeirra, í nákvæmlega sömu vinnu, fái launahækkun frá 1. janúar, en það sjálft ekki fyrr en 1. apríl.

Frekari verkföll samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta

Yfirgnæfandi meirihluti systrafélaga okkar í sex sveitarfélögum, Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Árborg, Ölfus, Hveragerði og Vestmannaeyjum samþykkti boðun verkfalls í atkvæðagreiðslum sem lauk nú á hádegi. Því er ljóst að þungi færist í verkfallsaðgerðir BSRB félaga en verkfallsboðanir hafði þegar verið samþykkt í Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.

Næstum helmingur nær tæpast endum saman


Árangurslaus fundur hjá ríkissáttasemjara

Ekki tókst að leysa þann hnút sem er á kjaraviðræðum BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga á fundi samninganefnda hjá ríkissáttasemjara í morgun. Ekki hefur verið boðað til fleiri funda að svo stöddu. Að óbreyttu hefjast verkföll í fjórum sveitarfélögum þann 15. maí svo knýja megi fram sanngjarna. Sveitarfélögin hafa þó enn tækifæri til að sjá að sér áður en verkföll hefjast. Félagar í BSRB um allt land standa saman og standa keik í þessari baráttu enda erum við að verja grundvallarrétt launafólks um sömu laun fyrir sömu störf!

Ávarp formanns BSRB á 1. maí

Það er fjarstæðurkennt að árið 2023 séu kjarasamningsviðræður 11 aðildarfélaga BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga í svo hörðum hnút að grípa þurfi til verkfalla til að knýja fram sömu laun fyrir sömu störf. Sveitarfélög landsins, sem berja sér á brjóst fyrir jafnlaunaaðgerðir eru einbeitt í að mismuna fólki. Óheiðarleiki, skortur á fagmennsku og þekkingarleysi á lögfræðilegum grundvallaratriðum einkenna framkomu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Það er orðið tímabært að sveitastjórnarfólk spyrji sig hvers vegna öll aðildarfélög BSRB hafi fyrir mánuði síðan lokið við gerð kjarasamninga við ríki og Reykjavíkurborg án átaka.

Baráttudagur verkalýðsins, oft er þörf, nú er nauðsyn!


1. maí - Kröfuganga og hátíðarhöld 2023


Yfirgnæfandi meirihluti félaga samþykkti boðun verkfalls í atkvæðagreiðslu


Fleiri BSRB félög hefja atkvæðagreiðslu um verkföll


Aðildarfélög BSRB kjósa um verkföll