Starfsgreinadeildir

Samþykktir Starfsgreinadeilda

1. gr.
Starfsgreinadeild geta þeir sem vinna sambærileg störf stofnað þvert á starfsdeildir félagsins. Hlutverk starfsgreinadeilda er að mynda sameiginlegan starfsvettvang til að efla faglega þætti starfanna og hagsmuni um kjara- og réttindamál.

Starfandi deildir eru:
a. Fræðslu-og frístundadeild
b. Háskóladeild
c. Íþróttamannvirki
d. Ríkisstarfsmannadeild
e. Safna og menningardeild
f. Skrifstofu og stjórnsýsludeild
g. Umhverfis- og tæknideild
h. Velferðardeild

2. gr.
Deildir starfa í samræmi við ákvæði nr. 25 laga Kjalar og samkvæmt gildandi
samþykktum hverrar deildar sem settar eru á stofnfundi þeirra. Starf deildarinnar
er fjármagnað af félagssjóði sem ákveðið er af stjórn Kjalar hverju sinni. Skrifstofa
félagsins sér um rekstur deildanna.

3. gr.
Viðfangsefni deildarinnar skulu vera;
• að mynda sameiginlegan starfvettvang.
• að efla faglega þætti starfanna og hagsmuni um kjara-og réttindamál.
• deildin skuli eiga samstarf við aðrar deildir félagsins eftir því sem tilefni gefst.

4. gr.
a) Trúnaðarmenn boða til fyrsta fundar og sjá um að skipaður verði
talsmannahópur sem skiptir með sér verkum sem talsmann og ritara
b) Trúnaðarmenn hverrar deildar eiga rétt til setu á hverjum fundi hjá sinni deild.

5. gr.
Talsmaður skal boða fundi skv. ákvörðun deildarinnar eða stjórnar félagsins.
Fundi skal boða með rafrænum hætti, auglýsingu í blaði félagsins þegar því verður
við komið eða með bréflegri tilkynningu til deildarfélaga
Bóka skal fundagerðir rafrænt og þær geymdar á tryggilegan hátt og afrit sent
til stjórnar Kjalar.

6. gr.
Samþykktum þessum má aðeins breyta af stjórnar Kjalar.

Facebook síður deilda

Samþykktir starfsgreinadeildar pdf. skjal