Leiðbeiningar vegna kosninga

Leiðbeiningar vegna kosninga, neðst á síðunni er að finna skjöl sem hægt er að prenta út.

Kjör trúnaðarmanns skal framkvæma á eftirfarandi hátt

Fráfarandi trúnaðarmaður eða skipaður umboðsmaður kosninganna hengir upp auglýsingu um kosningu á áberandi stað á vinnustað.

Á auglýsingunni kemur fram nafn þess sem sér um framkvæmd kosninga (umboðsmaður).

Umboðsmaður undirbýr kjörið

  1. Leitar eftir tilnefningu félagsmanna um frambjóðendur. Hver félagsmaður getur gert skriflegar tillögur til umboðsmanns um frambjóðanda
  2. Umboðsmaður fær skriflegt samþykki þeirra, sem tilnefndir hafa verið til kosninga
  3. Auglýsir kosningu með a.m.k. tíu daga fyrirvara og tekur þar fram hverjir eru í framboði.
  4. Útbýr kjörkassa sem er tryggilega lokaður og pláss fyrir að setja kjörseðil í.

Framkvæmdin

Ef aðeins einn er í framboði má líta á hann sem sjálfkjörinn, en umboðsmanni er einnig heimilt að framkvæma kosningu þrátt fyrir að einn sé í framboði. Við kosningu ritar kjósandi nafn þess sem hann kýs á atkvæðaseðilinn, brýtur hann síðan saman og stingur í kassa sem umboðsmaður kemur fyrir. Aðeins skal rita nafn eins manns á seðilinn, að öðrum kosti er hann ógildur. Umboðsmaður sér um talningu atkvæða og er öllum, sem rétt áttu til að kjósa, heimilt að fylgjast með. Sá sem fær flest atkvæði er rétt kjörinn trúnaðarmaður og sá sem fær næst flest er rétt kjörinn varamaður hans. Nú fær einn frambjóðandi öll greidd atkvæði og skal hann þá strax skipa varamann. Séu atkvæði jöfn þá ræður hlutkesti.

Eftir kosningu

Þegar kjör er yfirstaðið fyllir umboðsmaður út tilkynningu rafrænt á heimasíðu Kjalar.

Ef ekki verður að kjöri

Ef tilkynning um kjör berst ekki fyrir 10. október hefur stjórn Kjalar heimild til að skipa trúnaðarmann án tilnefningar og tilkynnir það félögum á vinnustað. Stjórnin leggur hins vegar áherslu á að vinnustaðirnir kjósi sína trúnaðarmenn. Skipun trúnaðarmanns af hálfu stjórnar verður því að skoðast sem neyðarúrræði.

 

Ítarlega leiðbeiningar

Einfaldar leiðbeiningar

Auglýsing

Tilkynning um kjör