Veiðikort

Veiðikortið

Kostar 3.000 kr. og er hægt að kaupa það á orlofsvef félagsins.

Veiðikortið er góður valkostur sem hentar jafnt veiðimönnum sem fjölskyldufólki. Hægt að veiða ótakmarkað í rúmlega ca. 34 veiðivötnum víðs vegar á landinu. Kortið gildir fyrir einn fullorðinn og börn yngri en 14 ára í fylgd með korthafa.Kortið er ekki skráð á nafn þannig að auðvelt er að nota það í gjafir. Notanda ber hins vegar að merkja kortið með kennitölu.

Glæsileg handbók hverju seldu korti þar sem má finna leiðbeiningar og reglur. Veiðikortið verður sent í pósti til kaupanda næsta virka dag. 

Sjá hér heimasíðu veiðikortsins
maí/2022

Orlofshúsavefur