- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Árið 2024 mun félagið verja allt að kr. 4.500.000 kr. í “Orlof að eigin vali.” Til úthlutunar verða 150 slíkir styrkir, hver að upphæð kr. 30.000, og er styrkloforðum úthlutað í kjölfar umsókna. Við úthlutun verður tekið tillit til þess hvort félagsmaður hefur áður fengið úthlutuðu orlofi að eigin vali og félagsaldurs. Einungis er hægt að sækja um rafrænt, á Orlofsvef félagsins á tímabilinu 2. -15. maí.
Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu eða eru í vandræðum með að sækja um í gegnum Orlofshúsavefinn geta fengið aðstoð á skrifstofum félagsins.
Eftirfarandi reglur gilda um fyrirkomulag „Orlofs að eigin vali“:
Ekki er greitt vegna:
Til þess að hægt sé að greiða styrkinn fyrir þurfa öll viðeigandi gögn að fylgja:
Ef ekki kemur fram staðfesting á greiðslu á reikningi þarf að skila til viðbótar staðfestingu á greiðslu, t.d. úr heimabanka eða greiðslukvittun frá viðkomandi fyrirtæki.
Sjá hér dæmi um löglega reikninga
„Orlof að eigin vali“ gildir fram til 20. desember á úthlutunarári. Það þýðir að þeir sem fá úthlutað þurfa að framvísa reikningum fyrir þann tíma til að fá endurgreitt. Orlofsávísun gildir eingöngu fyrir orlofsdvöl á almanaksárinu 2024.
Dregnir verða 18 punktar af félagsmönnum við úthlutun. Greiðsla styrksins fer fram eftir að ferðalagi lýkur en félagsmenn þurfa að framvísa reikningi fyrir dvöl eða ferð.
Senda skal reikninga vegna „Orlof að eigin vali“ á kjolur(hjá)kjolur.is og skrá inn réttar upplýsingar á mínar síður, bankareikning og tengiliða upplýsingar.