Orlof að eigin vali

Úthlutun "Orlofs að eigin vali" er lokið fyrir árið 2023

 

„Orlof að eigin vali“ er styrkur til sumardvalar á eigin vegum. Reglan fyrstur kemur fyrstur fær er viðhöfð við umsóknir um styrki árið 2023. Styrkur er greiddur út að dvöl eða ferð lokinni gegn framvísun löglegra reikninga sem rekstraraðili gefur út á nafn umsækjanda styrksins.

Sótt er um styrk í  gegnum orlofsvef og opnar fyrir umsóknir 2. maí 2023, fyrstur kemur fyrstur fær, úthlutað er 175 styrkjum (þegar allir hafa verið sóttir er úthlutun lokið)

Eingöngu þeir sem hafa fengið úthlutaðan styrk geta sent inn reikninga til endurgreiðslu.

Upphæð styrksins er 30.000 kr. árið 2023.

„Orlof að eigin vali“ gildir fram til 20. desember á úthlutunarári. Það þýðir að þeir sem fá úthlutað þurfa að framvísa reikningum fyrir þann tíma til að fá endurgreitt. Orlofsávísun gildir eingöngu fyrir orlofsdvöl á almanaksárinu 2023.

Senda skal reikninga vegna „Orlof að eigin vali“ á kjolur(hjá)kjolur.is og skrá inn réttar upplýsingar á mínar síður, bankareiking og tengiliða upplýsignar. 

Eftirfarandi reglur gilda um fyrirkomulag „Orlofs að eigin vali“:

  • Greitt er fyrir gistingu t.d. hótel, gistihús og tjaldstæði. 
  • Greitt er vegna leigu á hjólhýsi, fellihýsi eða tjaldvagni.
  • Greitt er vegna hvala- og fuglaskoðunar, skipulagðra hópferða, hestaferða og siglinga.
  • Greitt er vegna fargjalda í flugi, ferða með rútu eða ferju.
  • Greitt er vegna kostnaðar við skipulagðar gönguferðir með viðurkenndum ferðaþjónustuaðilum.

Ekki er greitt vegna:

  • Ekkert greitt fyrir orlofshús sem leigð eru af orlofsvef Kjalar stéttarfélags og annarra stéttarfélaga.
  • Ekki er greitt fyrir flugávísanir eða fluggjafabréf.
  • Ekki er hægt að framvísa kvittunum fyrir matarútgjöldum, bensíni og/ eða almennum ferðakostnaði.

Sjá hér dæmi um löglega reikninga