Orlof að eigin vali

Líkt og áður býður Kjölur félagsmönnum sínum styrki að fjárhæð 30.000 kr. Undir yfirskriftinni „Orlof að eigin vali“. Þetta fyrirkomulag hefur notið vinsælda en 100 styrkir verða með þessum hætti veittir fyrir sumarið 2021. Styrkjunum er úthlutað með sama hætti og um vikudvöl í sumarhúsi væri að ræða og er frádráttur 20 punkta . Styrkur er greiddur út að dvöl eða ferð lokinni gegn framvísun löglegra reikninga sem rekstraraðili gefur út á nafn umsækjanda styrksins.  Eftirfarandi reglur gilda um fyrirkomulag styrki vegna „Orlofs að eigin vali“:

• Greitt er fyrir gistingu utan orlofskerfis Kjalar stéttarfélags og annarra stéttarfélaga, þ.e. hótel, gistihús, tjaldstæði o.s.frv.
• Greitt er vegna leigu á hjólhýsi, fellihýsi eða tjaldvagni.
• Greitt er vegna hvala- og fuglaskoðunar.
• Greitt er vegna kostnaðar við skipulagðar gönguferðir með viðurkenndum ferðaþjónustuaðilum.
• Greitt er vegna skipulagðra hópferða, hestaferða, siglinga, fargjalda í flugi (að undanskildum flugávísunum í gegnum orlofsvef KJALAR), ferða með rútu eða ferju o.s.frv.

Ekki er hægt að framvísa kvittunum fyrir matarútgjöldum, bensíni og/ eða almennum ferðakostnaði.

Orlofsávísun gildir fyrir orlofsdvöl á almanaksárinu 2021.

Sækja þarf um styrkinn í síðasta lagi 28. mars 2021 á bókunarsíðu orlofsvefs undir „Umsóknir“.