Lokafrestur fyrir umsóknir í fræðslu- og styrktarsjóði er 17. desember

Vinsamleg árétting!

Í ljósi yfirferðar- og afgreiðslutímabila á umsóknum félagsfólks höfum við skilgreint formlegan lokafrest fyrir innsendingu umsókna og fylgigagna til Fræðslusjóðs Kjalar og Styrktarsjóðsins Kletts vegna útgreiðslna sem fara í lokafrágang fyrir áramót.

Lokafrestur fyrir umsóknir og fylgigögn til Fræðslusjóðs Kjalar, sem og reikninga tengda úthlutun á „orlofi að eigin vali“, er til og með 17. desember á þessu ári.

Sama gildir um innsendingu gagna til Styrktarsjóðsins Kletts – lokafrestur er 17. desember.

Til að tryggja skilvirkt umsóknarferli bendum við félagsfólki á að skila inn umsóknum og fylgigögnum í gegnum stafrænu innsendingarleiðirnar:

  • Gögn til Fræðslusjóðs Kjalar má skila í gegnum „Mínar síður“  á vef Kjalar.

  • Gögn vegna "orlofs að eigin vali" hjá þeim sem fengu úthlutað í vor má skila í gegnum orlofsvefinn eða senda á kjolur@kjolur.is

  • Gögn til Styrktarsjóðsins Kletts má skila í gegnum „Mínar síður“ á vef sjóðsins.