Skagafjarðardeild

Starfsmannafélag Skagafjarðar (SFS) var stofnað árið 1971 en á aðalfundi þann 17. febrúar 2014 samþykktu félagsmenn að sameinast Kili stéttarfélagi starfsmanna í almannaþjónustu. Starfssvæði deildarinnar er Skagafjörður og starfa félagsmenn hjá Sveitarfélaginu Skagafirði, Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki og í Framhaldsskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki.