Vinnutímabók

Kjölur stéttarfélag sendir þeim félagsmönnum sínum „Vinnutímabók“ sem er sérstaklega vinsæl meðal vaktavinnufólks og skráir það vaktir sínar í hana. Ýmsar aðrar upplýsingar má skrá í bókina, auk þess sem í henni eru ábendingar um kjaramál, upplýsingar um uppbyggingu félagsins, hlutverk trúnaðarmanna og nöfn þeirra sem hafa tekið að sér trúnaðarstörf fyrir félagið.

Nýir félagsmenn sem ekki hafa fengið vinnutímabók Kjalar senda um leið og þeir urðu félagsmenn geta sent tölvupóst á netfangið kjolur(hjá)kjolur.is og fá þeir bókina þá senda um hæl.

Panta bók fyrir árið 2023

 Panta hér