FosHún deild

FosHún deild stendur fyrir Félag opinberra starfsmanna í Húnavatnssýslum sem var stofnað þann 30. september 1990. Félagið var meðal stofnfélaga Kjalar stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu. Félagsmenn á starfssvæði deildarinnar eru starfsmenn hjá sveitarfélögum í Húnaþingi vestra, Blönduósbæ, Sveitarfélaginu Skagaströnd, Húnavatnshreppi og Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi og Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga. Þá starfar félagsmenn hjá Hjallastefnunni á leikskólanum á Skagaströnd.