Launatöflur og önnur laun


Launatafla er með launaflokkum frá 117 til 200 lóðrétt. Þrep eru lárétt og er hvert þeirra 2% sem tekur mið af launaflokk (dálkur eitt í launatöflu).

Við launaflokk leggst einstaklingsbundið persónuálag í samræmi við viðeigandi ákvæði í 10. kafla samnings þessa og myndar þannig dagvinnulaun viðkomandi starfsmanns.
Ný launatafla frá 1. apríl 2023 

Röðun í launaflokka

Röðun starfsheita í launaflokka er gert á grundvelli starfsmats þannig er hvert starf metið út frá starfslýsingu og fær ákveðið stig sem er tengt við launaflokk í launatöflu. Allt um starfsmatið og röðun starfa í launaflokka er að sjá hér á heimasíðu Starfsmatsins - www.starfsmat.is

Dæmi: Starf "starfsmaður/leiðbeinandi á leikskóla" er með 358 stig samkvæmt umsamdri stigatöflu og fellur það starf í launaflokk 126. Jafnframt sem önnur störf á stigabilinu 355 til 363 falla einnig í þann samaflokk. Geta verið mjög ólík störf en eru jafn verðmæt. Sjá launatöflur hér ofar. ajb

Sérstakar greiðslur lægstu launa gildir frá 1. apríl 2023

4.1. Samkomulag um sérstakar greiðslur lægstu launa á starfsmatsstigabilum

Samkomulag Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB um sérstakar greiðslur sem gilda frá 1. apríl 2023.

Aðilar eru sammála um eftirfarandi sérstakar greiðslur til hækkunnar lægstu launa. Yfirlit yfir fjárhæðir er á starfsmatsstigabilum og verður eftirfarandi frá 1. apríl 2023.

SÉRSTAKAR GREIÐSLUR LÆGSTU LAUNA

Gildir frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024

Starf með starfsmatsstig frá

Starfsmatsstig til

Launaflokkar

Sérstök greiðsla á mánuði verður:

265

274

117

19,500

275

284

118

19,500

285

294

119

19,500

295

304

120

19,500

305

314

121

19,500

315

324

122

19,500

325

334

123

19,500

335

344

124

19,500

345

354

125

17,750

355

363

126

15,600

364

372

127

11,700

373

381

128

9,750

382

390

129

5,850

391

399

130

2,600

 

Greiðslan er föst fjárhæð miðað við starfshlutfall, óháð einstaklingsbundnum launamyndunarþáttum, og tekur ekki hækkunum á samningstímanum. Orlofslaun teljast innifalin í ofangreindum fjárhæðum. Greiðslur skv. ofangreindu falla niður í lok samningstímans, þann 31. mars 2024, án frekari fyrirvara, en þó þannig að greiðslur haldast í samræmi við framkvæmd þar til gengið hefur verið frá nýjum kjarasamningi milli aðila.

Fái starf endurmat/endurskoðun til hærri stigaröðunar og/eða ef breyting verður á starfsheitum/ráðningarkjörum starfsfólks á ofangreindum stigabilum, þannig að launaröðun taki mið af hærri stigaröðun, tekur greiðsla breytingum í samræmi við breytt stigabil. Nái stigaröðun starfs hærri stigaröðun en 399 starfsmatsstigum falla greiðslur skv. ofangreindu niður.

Dæmi: Þegar starf hækkar sem er í launaflokki 128 og fer í launaflokk 130 þá lækkar viðbótargreiðslan úr 9.750kr. í 2.600 kr. per mánuð.

Viðbótarlaun á einstök starfsheiti í leikskólum og heimaþjónustu frá 1. október 2023

Samráðsnefnd aðila er sammála um eftirfarandi um eftirfarandi útfærslu viðbótarlauna á einstök starfsheiti samkvæmt fylgiskjali 5. Samkomulag um viðbótarlaun á einstök starfsheiti í leikskólum og heimaþjónustu Samkomulag Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB um viðbótarlaun sem gildir frá 1. október 2023. Aðilar eru sammála um eftirfarandi fjárhæðir vegna viðbótarlauna starfsfólks leikskóla og í heimaþjónustu:  

Starfsfólk í leikskóla

   

Starfsmaður/leiðbeinandi leikskóla

39.270

Starfsmaður í leikskóla með stuðningi 1

39.270

Starfsmaður í leikskóla með stuðningi 2

45.360

Leikskólaliði

45.360

Deildarstjóri 1 og 2 á leikskóla

51.450

Nýtt Starfsmaður í leikskóla með aukna ábyrgð 39.270

Starfsfólk í heimaþjónustu

   

Heimaþjónusta 1, 2 og 3

49.560

Félagsliði í heimaþjónustu 1

54.390

Félagsliði í heimaþjónustu 2 (með flokkstjórn)

60.480

 

Viðbótarlaunin greiðast eingöngu starfsfólki í föstu starfhlutfalli í dagvinnu sem ekki hefur yfirráð yfir matar- og kaffitímum og matast með börnum. 2 Greiðslan er föst mánaðarleg fjárhæð miðað við starfshlutfall og tekur ekki hækkunum á samningstímanum. Orlofslaun teljast innifalin í ofangreindum fjárhæðum. Greiðslur skv. ofangreindu falla niður í lok samningstímans, þann 31. mars 2024, án frekari fyrirvara, en þó þannig að greiðslur haldast í samræmi við framkvæmd þar til gengið hefur verið frá nýjum kjarasamningi milli aðila.

Persónuálag samkvæmt gr. 10.2.1, gr. 10.2.3 og gr. 10.2.4 getur að hámarki orðið 6%.

Velji starfsmaður sem fær greitt persónuálag skv. gr. 10.2.5 að fá ofangreind viðbótarlaun, falla niður greiðslur samkvæmt gr. 10.2.5.

Áður en til greiðslu viðbótarlauna kemur skal starfsfólk sem notið hefur fastra greiðslna s.s. yfirvinnu vegna ótekinna matar- og kaffitíma, skrifa undir yfirlýsingu um afsal þeirra eða sveitarfélag/launagreiðandi hafa sagt þeim upp.

Fái starfsheiti endurmat/endurskoðun til breytingar á stigaröðun í starfsmati mun samstarfsnefnd aðila taka upphæðir viðbótarlauna til endurskoðunar.

Dæmi: Verði launaflokkaröðun þá breytast viðbótarlaun með þessum hætti. Dæmi: Leikskólaliði hækkar úr launaflokki 127 í launaflokk 131. Í launaflokki 127 og fékk 11.700 sem sérstaka greiðslu bundin við launaflokk, einnig var greitt til viðbótar 45.360 kr. Við launahækkun þá er röðun launaflokkur 131 og 11.700 falla brott en áfram verða greidd viðbótarlaun að upphæð 45.360 kr. eins og var. 

https://www.samband.is/wp-content/uploads/2023/06/23-fundur-bsrb-sveit-sns-14-juni-2023-lok.pdf