Launatöflur


Launatafla er með launaflokkum frá 117 til 200 lóðrétt. Þrep eru lárétt og er hvert þeirra 2% sem tekur mið af launaflokk (dálkur eitt í launatöflu).

Við launaflokk leggst einstaklingsbundið persónuálag í samræmi við viðeigandi ákvæði í 10. kafla samnings þessa og myndar þannig dagvinnulaun viðkomandi starfsmanns.
Dæmi: Launaflokkur 130-1 er í grunnlaun 477.886 + 2% (lfl. 130-2) = 491.579  og ef 4% þá lfl. 130-3 = 501.218. 

Ný launatafla frá 1. apríl 2023 

Sérstök greiðsla vegna starfsmanna leikskóla og heimaþjónustu

Samráðsnefnd aðila er sammála um eftirfarandi um eftirfarandi útfærslu viðbótarlauna á einstök starfsheiti samkvæmt fylgiskjali 5. Samkomulag um viðbótarlaun á einstök starfsheiti í leikskólum og heimaþjónustu Samkomulag Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB um viðbótarlaun sem gildir frá 1. október 2023. Aðilar eru sammála um eftirfarandi fjárhæðir vegna viðbótarlauna starfsfólks leikskóla og í heimaþjónustu:  

Starfsfólk í leikskóla

   

Starfsmaður/leiðbeinandi leikskóla

39.270

Starfsmaður í leikskóla með stuðningi 1

39.270

Starfsmaður í leikskóla með stuðningi 2

45.360

Leikskólaliði

45.360

Deildarstjóri 1 og 2 á leikskóla

51.450

   

Starfsfólk í heimaþjónustu

   

Heimaþjónusta 1, 2 og 3

49.560

Félagsliði í heimaþjónustu 1

54.390

Félagsliði í heimaþjónustu 2 (með flokkstjórn)

60.480

 

Viðbótarlaunin greiðast eingöngu starfsfólki í föstu starfhlutfalli í dagvinnu sem ekki hefur yfirráð yfir matar- og kaffitímum og matast með börnum. 2 Greiðslan er föst mánaðarleg fjárhæð miðað við starfshlutfall og tekur ekki hækkunum á samningstímanum. Orlofslaun teljast innifalin í ofangreindum fjárhæðum. Greiðslur skv. ofangreindu falla niður í lok samningstímans, þann 31. mars 2024, án frekari fyrirvara, en þó þannig að greiðslur haldast í samræmi við framkvæmd þar til gengið hefur verið frá nýjum kjarasamningi milli aðila.

Persónuálag samkvæmt gr. 10.2.1, gr. 10.2.3 og gr. 10.2.4 getur að hámarki orðið 6%.

Velji starfsmaður sem fær greitt persónuálag skv. gr. 10.2.5 að fá ofangreind viðbótarlaun, falla niður greiðslur samkvæmt gr. 10.2.5.

Áður en til greiðslu viðbótarlauna kemur skal starfsfólk sem notið hefur fastra greiðslna s.s. yfirvinnu vegna ótekinna matar- og kaffitíma, skrifa undir yfirlýsingu um afsal þeirra eða sveitarfélag/launagreiðandi hafa sagt þeim upp.

Fái starfsheiti endurmat/endurskoðun til breytingar á stigaröðun í starfsmati mun samstarfsnefnd aðila taka upphæðir viðbótarlauna til endurskoðunar.

chrome-https://www.samband.is/wp-content/uploads/2023/06/23-fundur-bsrb-sveit-sns-14-juni-2023-lok.pdf

Röðun í launaflokka

Röðun starfsheita í launaflokka er gert á grundvelli starfsmats þannig er hvert starf metið út frá starfslýsingu og fær ákveðið stig sem er tengt við launaflokk í launatöflu.  Allt um starfsmatið og röðun starfa í launaflokka er að sjá hér á heimasíðu Starfsmatsins - www.starfsmat.is 

Dæmi: Starf "starfsmaður á leikskóla" er með 345 stig samkvæmt umsamdri stigatöflu og fellur það starf í launaflokk 125. Jafnframt sem önnur störf á stigabilinu 345 til 354 falla einnig í þann samaflokk. Geta verið mjög ólík störf en eru jafn verðmæt. Sjá launatöflur hér ofar. ajb

 

 

 

.