Fræðslusjóður - einstaklingsstyrkir

Markmið og skilyrði Fræðslusjóðs Kjalar stéttarfélags:

Umsækjandi verður að vera í starfi, bæði þegar hann sækir um styrkinn og þegar hann notar hann.

  • Á 24 mánaða tímabili getur félagsmaður fengið styrk samtals úr sjóðnum að hámarki 140.000 / 170.000 kr., upphæðin ræðst af félagsaldri, það er 1/2 til 5 ár / meira en 5 ár.
  • Félagsmaður þarf að hafa verið a.m.k. 6 mánuði samfellt í félaginu til að eiga rétt á styrk, nýir félagsmenn upplýsið hvaðan þið komið svo hægt sé að flytja réttindi til Kjalar þaðan sem þið komið.
  • Umsókn um styrk verður að berast innan árs frá lokum náms, en ekki er unnt að skila inn reikningi sem er eldri en 12 mánaða.
  • Er að styrkja félagsmenn vegna kostnaðar við nám sem beinlínis er við það miðað að þeir geti tileinkað sér framfarir og tæknibreytingar í sínu starfi.
  • Að félagsmenn geti sótt sér námskeið, sem geri þeim mögulegt að taka að sér vandasamari störf en þeir gegna og kynnist því sem nýjast er á hverjum tíma.
  • Að litlu leyti kemur sjóðurinn að frístundanámskeiðum sem eru til að efla félagsmenn í leik og starfi.

Sækja um í sjóðinn

Hámarksfjárhæðir:

Sjóðstjórn setur reglur um hámarksfjárhæðir og skulu þær endurskoðaðar ár hvert gilda frá 1. maí 2018.

1.

Félagsmaður með 1 til 5 ára félagsaðild
getur að hámarki fengið
  kr. 140.000 í styrk
á tveggja ára tímabili.

 

2.

Félagsmaður með 5 ára félagsaðild
getur að hámarki fengið
  kr. 170.000 í styrk
á tveggja ára tímabili.


Vegna:

a)

Ráðstefnur, námsstefnur, kynnisferðir erlendis ...... kr. 100.000
Skilyrði fyrir styrkveitingu er að fyrir liggi formleg dagskrá frá gestgjafa, sem verður að vera amk. 8 klst. að lengd og gerð er góð grein fyrir innihaldi sem tengist starfi umsækjanda. Skila skal stuttri greinargerð að ferð lokinni. Greitt er fargjald hótel/gistikostnaður og ráðstefnu- eða námskeiðsgjald.

b)

Ráðstefnur, námsstefnur, kynnisferðir innanlands ...... kr. 50.000
Skilyrði fyrir styrkveitingu er að fyrir liggi formleg dagskrá frá gestgjafa, sem verður að vera amk. 6-8 klst. að lengd og gerð er góð grein fyrir innihaldi sem tengist starfi umsækjanda. Skila skal stuttri greinargerð að ferð lokinni. Greitt er fargjald hótel/gistikostnaður og ráðstefnu- eða námskeiðsgjald.

c)
Lífsleikninámskeið án beinnar tengingar við starf, 75% af gjaldi, hámark árlega ...... kr. 40.000

d)
Almenn ökuréttindi styrkt að hámarki ...... kr. 60.000

e)
Aukin ökuréttindi ...... kr. 100.000

f)
Nám/námskeið til starfsréttinda án beinnar tengingar við starf

g)

Til kaupa á hjálpartækjum fyrir lestrar- og ritstuðning allt að 90% styrk vegna kaupa á hjálpartækjum ætluðum til stuðnings við lestur og skrift. Heildarstyrkur miðast við hámarksupphæð skv. almennum reglum sjóðsins.

h)
Ef félagsmenn hefur ekki nýtt sér rétt sinn síðustu sex ár, þá á hann rétt á styrk allt að kr. 450.000.- fyrir eitt samfellt nám/námskeið skv. reglum sjóðsins. Ferðakostnaður vegna náms getur að hámarki orðið kr. 80.000.- sem hluti af kostnaði náms/námskeiðs í þessu tilviki.

i)
Félagsmenn sem hafa annað móðurmál en íslensku geta sótt um endurgreiðslu vegna 150 stunda íslenskunáms eftir mánaðar félagsaðild. Heildarstyrkur miðast við hámarkupphæð skv. almennum reglum sjóðsins.