Fræðslusjóður - einstaklingsstyrkir
Markmið og skilyrði Fræðslusjóðs Kjalar stéttarfélags:
Umsækjandi verður að vera í starfi, bæði þegar hann sækir um styrkinn og þegar hann notar hann.
- Á 24 mánaða tímabili getur félagsmaður fengið styrk samtals úr sjóðnum að hámarki 140.000 / 170.000 kr., upphæðin ræðst af félagsaldri, það er 1/2 til 5 ár / meira en 5 ár.
- Félagsmaður þarf að hafa verið a.m.k. 6 mánuði samfellt í félaginu til að eiga rétt á styrk, nýir félagsmenn upplýsið hvaðan þið komið svo hægt sé að flytja réttindi til Kjalar þaðan sem þið komið.
- Umsókn um styrk verður að berast innan árs frá lokum náms, en ekki er unnt að skila inn reikningi sem er eldri en 12 mánaða.
- Er að styrkja félagsmenn vegna kostnaðar við nám sem beinlínis er við það miðað að þeir geti tileinkað sér framfarir og tæknibreytingar í sínu starfi.
- Að félagsmenn geti sótt sér námskeið, sem geri þeim mögulegt að taka að sér vandasamari störf en þeir gegna og kynnist því sem nýjast er á hverjum tíma.
- Að litlu leyti kemur sjóðurinn að frístundanámskeiðum sem eru til að efla félagsmenn í leik og starfi.
Sækja um í sjóðinn