Fræðslusjóður - einstaklingsstyrkir

Fræðslusjóður Kjalar                                                                                                                                                                            

Markmið sjóðsins er að auka hæfni sjóðsfélaga og möguleika þeirra til starfsþróunar í starfi eða eftir atvikum að styrkja þá til sí- og endurmenntunar. Þannig geti sjóðsfélagar bætt við og/eða endurnýjað menntun sína og viðhaldið virði sínu á vinnumarkaði.

Til þess að umsókn sé tekin fyrir þurfa öll viðeigandi gögn að fylgja umsókn:

  • Frumrit reiknings sem er á nafni félagsmanns þar sem fram kemur nám/námskeiðslýsing, nafn og kennitala fræðsluaðila. 
  • Ef ekki kemur fram staðfesting á greiðslu á reikningi þarf að skila til viðbótar staðfestingu á greiðslu, t.d. úr heimabanka eða greiðslukvittun frá viðkomandi skóla/fyrirtæki.

Háskólanemendur takið eftir að styrkir vegna skólagjalda eru ekki greiddir út fyrr en skólaönn er hafin og staðfesting frá skóla um skólavist hefur borist.

 

Sækja um

Réttindi í sjóðnum

  • Einungis félagsfólk Kjalar stéttarfélags getur fengið styrk úr sjóðnum og þarf það að hafa greitt félagsgjöld í a.m.k. 6 mánuði á síðustu 12 mánuðum.
  • Við ákvörðun styrkupphæðar er miðað við greidd félagsgjöld síðustu 12 mánaða. Til þess að njóta fullra réttinda í sjóðinn þurfa félagsgjöld að vera a.m.k. kr. 20.000,-. Hlutastarfandi er veittur styrkur í hlutfalli við greidd félagsgjöld sl. 12 mánuði.
  • Félagsfólk þarf að vera í starfi bæði þegar sótt er um styrk og hann notaður.
  • Stjórn sjóðsins er heimilt að taka tillit til uppsafnaðra réttinda hjá öðrum sjóðum innan BSRB félaga og annarra eftir atvikum eða sérstökum samningum milli félaga.
  • Félagsfólk sem ekki hefur íslensku að móðurmáli getur sótt um styrk vegna íslenskukennslu eftir að hafa greitt félagsgjald í einn mánuð, þó aldrei hærri upphæð en hámarksréttur segir til um.
  • Sá sjóðsfélagi sem verður atvinnulaus og greiðir gjald til félagsins af atvinnuleysisbótum á rétt á styrk miðað við réttarstöðu hans þegar hann varð atvinnulaus.
  • Sjóðsfélagi í fæðingarorlofi getur nýtt sér áunninn rétt ef hann hefur valið að greiða stéttarfélagsgjöld á meðan á orlofi stendur.

  • Falli greiðslur í sjóðinn niður vegna veikinda, fæðinga/foreldraorlofs eða launalauss leyfis skal meðhöndla þann tíma eins og um greiðslur hafi verið að ræða svo framarlega sem ráðningarsamband sé virkt, skila þarf inn staðfestingu atvinnurekanda á því.
  • Félagsfólk sem lætur af störfum vegna aldurs eða örorku heldur aðild þeim hlut sjóðsins sem snýr að sjálfstyrkingu og lífsleikni í 24 mánuði eftir að greiðslu iðgjalda lýkur. Styrkir vegna starfstengdra námskeiða og eða náms- og kynnisferða eru einungis í boðið fyrir félagsfólk með ráðningarsamband.

 

Styrkflokkar - hámarksfjárhæðir styrkja

Félagsfólk getur að hámarki fengið allt að kr. 150.000,- í styrk á 12 mánaðar tímabili.

Félagsfólk sem ekki hefur nýtt rétt síðustu 36 mánuði á rétt á styrk allt að 350.000,- fyrir eitt samfellt nám/námskeið samkvæmt reglum sjóðsins að uppfylltum skilyrðum 2. gr. úthlutunarreglna þessa.

Nánari skilgreining á hámarksfjárhæðum kemur fram hér að neðan:

Starfstengd námskeið

    • Þurfa að falla að viðmiðum um námskeið og haldin af viðurkenndum fræðsluaðila
    • Íslenskukennsla fellur undir starfstengt nám
    • Ef starfstenging er óljós þarf að rökstyðja tengingu við starf
    • Styrkur getur numið allt að 150.000.- krónum á 12 mánaða tímabili

Sjálfsstyrking og lífsleikni námskeið

    • Þurfa að falla að viðmiðum um námskeið og haldin af viðurkenndum fræðsluaðila
    • Haldið innanlands
    • Starfstengd markþjálfun, að hámarki 5 tímar á ári
    • Styrkur getur numið allt að 50.000.- krónum á 12 mánaða tímabili. Aldrei er þó greitt meira en sem nemur 80% af námskostnaði

Framhaldsskólanám

    • Nám til eininga
    • Styrkur getur numið allt að 150.000.- krónum á 12 mánaða tímabili

Háskólanám

    • Nám til eininga
    • Styrkur getur numið allt að 75.000.- krónum á 12 mánaða tímabili

Náms og kynnisferðir / ráðstefnur

    • Krafa er gerð um skipulagða dagskrá sem inniheldur starfstengd fræðsluerindi og uppfyllir að lágmarki 10 klst. erlendis en 6 klst. innanlands
    • Skýr tilgangur, markmið og tilhögun náms- og kynnisferðar í takt við starfsþróunaráætlun vinnustaðar
    • Staðfesting móttökuaðila þarf að fylgja umsókn ef heimsókn er hluti af skipulagðri dagskrá
    • Hlekkur á vefsíðu og dagskrá þarf að fylgja umsókn um ráðstefnur
    • Styrkur getur numið allt að 150.000.- krónum á 36 mánaða tímabili

Ferðakostnaður

    • Ferð tengist námi, námskeiði eða ráðstefnu innanlands
    • Vegalengd milli dvalarstaðs og fræðslustofnunar er meiri en 100 km.
    • Skila þarf inn staðfestingu á mætingu frá skóla/fræðsluaðila
    • Greiddur reikningur verður að vera á nafni félagsmanns
    • Styrkur getur numið allt að 50.000.- krónum á 12 mánaða tímabili

Viðmið um styrkhæfni námskeiða

Til þess að námskeið séu styrkhæf þurfa þau að vera haldin af viðurkenndum fræðsluaðila og fylgja eftirfarandi viðmiðum:

    1. Skilgreint upphaf og endir
    2. Aðgengilegar upplýsingar
    3. Opið öllum
    4. Fylgir fyrirfram ákveðinni áætlun eða skilgreiningu
    5. Ráðgjöf, persónuleg áætlun og handleiðsla uppfylla ekki skilyrði námskeiðs

Nauðsynleg fylgigögn með umsókn

Vegna námskeiða og skólagjalda:

    • Nauðsynlegt er að skila löglegum reikning á nafni félagsmanns þar sem fram kemur nám/námskeiðslýsing, nafn og kennitala fræðsluaðila.
    • Ef ekki kemur fram staðfesting á greiðslu á reikningi þarf að skila til viðbótar staðfestingu á greiðslu, t.d. úr heimabanka eða greiðslukvittun frá viðkomandi skóla/fyrirtæki.

Vegna náms- og kynnisferða og ráðstefna:

    • Bréf frá stofnun/fyrirtæki/vinnustað umsækjanda, þar sem upplýst er um tilhögun, tilgang og markmið ferðarinnar. Bréf þetta skal vera áritað af yfirmanni og staðarval rökstutt
    • Dagskrá ferðar (lengd faglegrar dagskrár erlendis skal vera að lágmarki 10 klukkustundir og dreifast á a.m.k. tvo daga, innanlands skal dagsrká vera að lágmarki 6 klst.)
    • Hlekkur á vefsíðu og dagskrá þarf að fylgja umsókn um ráðstefnur
    • Afrit af farseðli eða hliðstæðar kvittanir vegna útlagðs ferðakostnaðar

Reikningur má ekki vera eldri en 12 mánaða og ekki gefinn út fyrir þann tíma sem félagsmaður öðlast rétt í sjóðnum.

Styrkur er greiddur sem næst í tíma, þó er styrkur aldrei greiddur út fyrir fram heldur að ferð lokinni og/ eða seta á styttri námskeiðum sé lokið.

Styrkir vegna skólagjalda eru ekki greiddir út fyrr en skólaönn er hafin og staðfesting frá skóla um skólavist hefur borist.

 

Frá Ríkisskattsstjóra

Námskeiðsstyrkir eru skattskyldir, en heimilt að færa kostnað til frádráttar ef námskeiðið tengist starfi styrkþega.
Óheimilt er að færa frádrátt á móti styrkjum vegna námskeiða sem varða tómstundagaman eða annað það sem telst eingöngu persónulegur kostnaður.

Samþykktir fyrir fræðslusjóð Kjalar

Samþykktir (desember 2022)

Verklags- og úthlutunarreglur fyrir fræðslusjóð Kjalar

 verklags-og-uthlutunarreglur-2024.pdf maí. 2024, taka gildi frá og með 01.06.2024)