Hótelmiðar

Edduhótelin
Gistimiðar gilda fyrir tvo í herbergi með handlaug, án morgunverðar. Hægt er að borga viðbótargjald við innritun fyrir herbergi með baði. Verð á gistimiða er kr. 10.000. Hann gildir á öll Edduhótelin á landinu. Félagsmaður sér sjálfur um bókun á gistingu.

 


Fosshótel
Gistimiðar gilda fyrir standard tveggja manna herbergi með baði í eina nótt. Morgunverður af hlaðborði innifalinn. Tveir gistimiðarmiðar gilda fyrir nóttina frá15.maí, júní, júlí, ágúst og september. Verð gistimiða er kr. 9.800.

Eitt barn 3-12 ára fær frítt í herbergi með foreldrum ef deilt er rúmi, greiða þarf aukalega fyrir morgunverð 50% af fullu verði sem greiðist við innritun.

Fosshótel við Höfðatorg Reykjavík, Fosshótel Glacier Lagoon, Hótel Reykjavík, Hótel Reykjavík Centrum á þeim hótelum þarf að greiða aukagjald bæði á veturna og sumrin.
( að vetri 1 gistimiði + 6.000 kr.)
(að sumri 2 gistimiðar + 6.000 kr.) 

Tilboðið gildir ekki á sérstökum viðburðum s.s. Mærudögum á Húsavík og Menningarnótt í Reykjavík.  

Icelandair Hótel
Gistimiðar gilda fyrir tvo í tveggja manna herbergi á ákveðnum gististöðum Icelandair hótela í Reykjavík og á landsbyggðinni. Morgunverður er ekki innifalinn. Félagsmaður sér sjálfur um að bóka gistingu símleiðis á hóteli. Verð gistimiða er kr. 10.400. Gildir aðeins yfir vetrartímann.

Keahótel og Hótel Norðurland
Gistimiðar gilda fyrir eins og tveggja manna. Morgunverður af hlaðborði er innifalinn.
Félagsmaður sér sjálfur um að bóka gistingu símleiðis.
Hótel Norðurland Akureyri: kr. 9.033 f. einn og kr. 12.333 f. tvo.
Reykjavík Lights hótel: kr. 9.033 f. einn og kr. 12.333 f. tvo.
Reykjavík Storm hótel: kr. 12.533 f. einn og kr. 14.333 f. tvo.
Hótel Kea Akureyri: kr. 13.033 f. einn og 17.233 f. tvo.
Gildistími 1. október 2018 - 15. maí 2019

Fara á bókunarvef