Gistimiðar á hótel

Félagsmenn geta keypt gistimiða á Edduhótel yfir sumartímann. Edduhótel eru á Akureyri, Höfn og Egilsstaðir. Gestir sjá sjálfir um að bóka gistingu. Gistimiðar félagsins gilda fyrir tveggja manna herbergi bæði m/handlaug og án. Félagsmenn eru hvattir til að panta gistingu með góðum fyrirvara. Morgunverður ekki innifalinn.
Allar frekari upplýsingar eru veittar í síma 444 4000 og info@icehotels.is. Upplýsingar um hótelin má einnig fá á vef www.icelandairhotels.is.

Hótel EDDA Akureyri er opið frá 10. júní til 12. ágúst 2022
Hótel EDDA Egilsstaðir er opið frá 4. júní til 14. ágúst 2022
Hótel EDDA Höfn er opið frá 1. maí til 1. nóvember 2022

Verð á gistimiða er kr. 8.000 sem gildir á Hótel Eddu Akureyri í tveggja manna herbergi með handlaug og án morgunverðar.
Verð á gistimiða er kr. 15.500 sem gildir á Hótel Eddu Akureyri, Egilsstöðum og Höfn í standard tveggja manna herbergi með baðherbergi.

Gildir fyrir 2022

Gistimiðinn (10.300 kr.) gildir fyrir standard tveggja manna herbergi með baðherbergi í eina nótt.
Morgunverður af hlaðborði er innifalinn.

Börn 0 - 6 ára gista frítt ef þau deila rúmi og börn 3 - 12 ára greiða 50% af verði morgunverðar hlaðborðs.

Gistimiði Vetur gildir fyrir:

Gistingu í standard tveggja manna herbergi með morgunverði í eina nótt á þriggja stjörnu Íslandshóteli að eigin vali

Gildir vetur jan til apríl | okt til jan.

Fyrir mánuðina | maí og september: 5.000 kr. aukagjald með gistimiða sem greiðist við innritun.

Sumar | júní til/með ágúst: 10.000 kr. aukagjald með gistimiða sem greiðist við innritun.

Uppfærsla í fjögurra stjörnu Íslandshótel: 5.000 kr. óháð árstíma sem greiðist við innritun.

(Fjögurra stjörnu hótel: Grand Hótel Reykjavík, Hótel Reykjavík Centrum, Fosshótel Reykjavík & Fosshótel Jökulsárlón).

Gildir fyrir 2022


Gistimiðar gilda fyrir eins og tveggja manna herbergi. Morgunverður af hlaðborði er innifalinn. Félagsmaður sér sjálfur um að bóka gistingu símleiðis og segir að greitt verið með gistimiða frá stéttarfélagi - kaupa hann áOrlofsvef Kjalar stéttarfélags - gegnum mínar síður.

Keahótel ehf. er ein af stærstu hótelkeðjum landsins og rekur tíu hótel, sjö í Reykjavík, eitt á Akureyri, eitt við Mývatn og eitt við Vík, aðalskrifstofur fyrirtækisins eru á Akureyri. Hótelin eru búin samtals yfir 800 herbergjum og þjónusta ferðamenn, innlenda sem erlenda, allt árið um kring.


Þau hótel sem gistimiðinn gildir á eru:
Reykjavík Lights hótel: kr. 10.600 f. einn og kr. 13.000 f. tvo.
Reykjavík Storm hótel: kr. 10.600 f. einn og kr. 13.500 f. tvo
Gildistími 1. janúar 2022 til 15. maí 2022

Hótel Kea Akureyri: kr. 9.700 f. einn og kr. 13.500 f. tvo.
Hótel Katla-Vík kr. 9.700 f. einn og kr. 13.500 f. tvo
Gildistími 1. janúar 2022 til 15. maí 2022

Gildir fyrir 2022


Icelandair Hótel Akureyri, Mývatni, Hérað, Flúðir, Reykjavík Natura og Reykjavík Marina.

Gistimiðinn gildir fyrir tvo í gistingu, eina nótt í tveggja manna standard herbergi, morgunverður ekki innifalinn í verði. Orlofssjóður Kjalar niðurgreiðir þessa gistingu.

1. október 2021 til 30. apríl 2022 - Verð: 10.500 gildir fyrir tvo, morgunverður kr. 2.900 á mann

1. maí 2022 til 30. september 2022 - Verð 20.900 gildir fyrir tvo, morgunverður kr. 3.400 á mann

1. október 2022 til 30. apríl 2023 - Verð 10.500 gildir fyrir tvo, morgunverður kr. 3.400 á mann

upplýsingar um lokanir hótela yfir sumar/jól/áramót sjá www.icelandairhotels.is

Gildir fyrir 2022

Gistimiðinn kr. 17.500.- gildir fyrir einn sólarhring fyrir tveggja manna herbergi og 10.000 fyrir eins manns herbergi.
Morgunverður er innifalinn.
Gildistími er 1. október 2021 til 30. apríl 2022,

Handhafi gistimiða bókar gistingu beint á heimasíðu hótelsins.

Þessar upplýsingar skulu koma fram við bókun:
1. Nafn þess sem gistir á hótelinu.
2. Kreditkortanúmer til staðfestingar bókunar.

Afbókanir.
Hægt er að afbóka án bókunargjalda með allt að 24 klst. fyrirvara. Berist afbókun síðar, greiðist 50% af verði fyrstu nætur. Við bókanir verða tekin niður greiðslukortanúmer til tryggingar því.

Hótel Vestmannaeyjar er staðsett í hjarta Vestmannaeyja. Hótelið býður upp á rúmgóð herbergi með baðherbergi. Gestir hafa aðgang að SPA. Á jarðhæð hótelsins er veitingastaður og bar.

Heimasíða – Upplýsingar
Allar frekari upplýsingar veittar í síma 481-2900 og á heimasíðu hótelsins.

Orlofshúsavefur