Skilmálar leigutaka

Orlofshús Kjalar eru í boði í fjórum landshlutum, þ.e. í Munaðarnesi, Húsafelli, Varmahlíð, á Eiðum, í Úlfsstaðaskógi, í Kjarnaskógi, Vaðlaheiði gengt Akureyri og í Biskupstungum. Húsin eru leigð út á orlofstíma samkvæmt úthlutunarkerfi sem upplýsingar eru um hér á síðunni en umsóknir og úthlutanir fara fram snemma vors til vikuleigu.

Flest húsanna standa félagsmönnum einnig til boða á öðrum tímum ársins í sólarhrings- eða helgarleigu þó aldrei lengur en viku. 

Hafa þarf meðferðis sængurfatnað (lín), handklæði, diskaþurrkur, borðklúta, gólftuskur, salernispappír og þess háttar.

Skilmálar leigutaka:

  • Leigutaki ber ábyrgð dvalarstað meðan á leigutíma stendur og skuldbindur sig til að bæta það tjón sem verða kann. Umgengnisreglur er að finna á leigustað og ber að kynna sér þær og fara eftir þeim í einu og öllu. 

  • Verði leigutaki eða gestir hans uppvís að slæmri umgengi eða brotum á þeim reglum sem gilda, á hann á hættu að verða útilokaður frá frekari leigumöguleikum og innheimtu á óþrifagjaldi.

  • Gæludýr eru stranglega bönnuð í öllum húsum nema Lyngási.  Og á þeim útisvæðum sem þeim tilheyra og gildir það líka um gæludýr gesta.

  • Reykingar eru bannaðar innandyra.

  • Leigjanda er almennt óheimilt að framselja leigurétt sinn eða framleigja hið leigða húsnæði án samþykkis leigusala.

Áríðandi er að skila lyklum í lyklaboxið við brottför.