- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Orlofshús Kjalar eru í boði í fjórum landshlutum, þ.e. í Munaðarnesi, Húsafelli, Varmahlíð, á Eiðum, í Úlfsstaðaskógi, í Kjarnaskógi, Vaðlaheiði gengt Akureyri og í Biskupstungum. Húsin eru leigð út á orlofstíma samkvæmt úthlutunarkerfi sem upplýsingar eru um hér á síðunni en umsóknir og úthlutanir fara fram snemma vors til vikuleigu.
Flest húsanna standa félagsmönnum einnig til boða á öðrum tímum ársins í sólarhrings- eða helgarleigu þó aldrei lengur en viku.
Hafa þarf meðferðis sængurfatnað (lín), handklæði, diskaþurrkur, borðklúta, gólftuskur, salernispappír og þess háttar.
Skilmálar leigutaka:
Leigutaki ber ábyrgð dvalarstað meðan á leigutíma stendur og skuldbindur sig til að bæta það tjón sem verða kann. Umgengnisreglur er að finna á leigustað og ber að kynna sér þær og fara eftir þeim í einu og öllu.
Verði leigutaki eða gestir hans uppvís að slæmri umgengi eða brotum á þeim reglum sem gilda, á hann á hættu að verða útilokaður frá frekari leigumöguleikum og innheimtu á óþrifagjaldi.
Gæludýr eru stranglega bönnuð í öllum húsum nema Lyngási. Og á þeim útisvæðum sem þeim tilheyra og gildir það líka um gæludýr gesta.
Reykingar eru bannaðar innandyra.
Leigjanda er almennt óheimilt að framselja leigurétt sinn eða framleigja hið leigða húsnæði án samþykkis leigusala.