Fyrir launagreiðendur

Launagreiðenda ber að senda skilagreinar með iðgjöldum mánaðarlega fyrir hvern starfsmann. Mikilvægt er að skilagreinar séu merktar númeri stéttarfélags, tímabil sé skilgreint, sjóðir séu sundurliðaðir og rétt merktir og að greiðslur og skilagreinar stemmi. BSRB tekur við skilagreinum og nánari upplýsingar veitir Björg Geirsdóttir hjá BSRB sími 525-8317, netfang bjorg@bsrb.is.

Reikningsnúmer: 0516-04-760468, kennitala 440169-0159.

Númer félagsins er 653

Sveitarfélög

Framlag starfsmanns  Iðgjald af heildarlaunum
Félagsgjald  1%

Framlag launagreiðenda Iðgjald af heildarlaunum
Orlofssjóður 0,90%
Félagsmannasjóður  1,24%
Samningasjóð 0,04%
Fræðslusjóður (einnig mannauðssjóður) 0,60%
Styrktarasjóður BSRB 0,75%
Vísindasjóður háskólamenntaðra 1,5% af dagvinnulaunum

Framlag í VIRK starfsendurhæfingarsjóð er 0,1% af heildarlaunum og er innheimt af viðkomandi lífeyrissjóði.
Framlag og aðild að Brú lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga félagsmaður greiðir 4% en sveitarfélaga 11,5%. Félagar sem voru í starfi árið 2000 eða fyrr eru með aðild að öðrum sjóðum. 

 Ríkisstofnanir og Menntaskóli Borgarfjarðar

Framlag starfsmanns Iðgjald af heildarlaunum
Félagsgjald 1%

 

Framlag launagreiðenda Iðgjald af heildarlaunum
Orlofssjóður 0,50%
Fræðslusjóður (starfsmenntasjóður) 0,32%
Styrktarsjóður BSRB 0,75%
Þróunar- og símenntunarsjóður 0,50%
Aðild að Fræðslusetrinu Starfsmennt 0,25%

Framlag í VIRK starfsendurhæfingarsjóð er 0,1% af heildarlaunum og er innheimt af viðkomandi lífeyrissjóði.
Framlag og aðild að A - deild Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins er 4% og mótframlag 11,5%.

Bókun 9 (2020)

Þeir starfsmenn sem voru í starfi 1. janúar 1989 og 1990 (Verkaskiptalög) og færðir voru í B – deild LSR úr viðkomandi sveitarfélagasjóði  [Lífeyrissjóði starfsmanna Akureyrarbæjar] halda ávinnslu í B – deild LSR eins og um óslitna aðild hafi verið að ræða í viðkomandi sjóði. Þetta á við um 95 ára reglu og 32 ára reglu. Hafi þeir flutt sig í A -deild LSR þá gilda þar sömu reglur og um aðra sem það gerðu 1. desember 1997.

Sjálfeignastofnanir í eigu sveitarfélaga

 Eftirfarandi á einungis við um þær sjálfseignastofnanir sem samkomulag er um að fylgja kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Aðrar sjálfseignastofnanir skulu ráðfæra sig við skrifstofu Kjalar um skiptingu iðgjalda milli sjóða. 

Framlag starfsmanns Iðgjald af heildarlaunum
Félagsgjald 1%

 

Framlag launagreiðenda Iðgjald af heildarlaunum
Orlofssjóður 0,90%
Félagsmannasjóður 1,24%
Samningasjóð  0,04%
Fræðslusjóður (einnig mannauðssjóður) 0,60%
Styrktarasjóður BSRB 0,75%
Vísindasjóður háskólamenntaðra 1,5% af dagvinnulaunum

Framlag í VIRK starfsendurhæfingarsjóð er 0,1% af heildarlaunum og er innheimt af viðkomandi lífeyrissjóði.
Framlag og aðild að Brú lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga félagsmaður greiðir 4% en sveitarfélaga 11,5%. Félagar sem voru í starfi árið 2000 eða fyrr eru með aðild að öðrum sjóðum.
Aðild að séreignasparnaði er háð samningum félagsmanns við viðkomandi vörsluaðila