Fyrir launagreiðendur

Launagreiðendum ber að senda BSRB skilagreinar fyrir hvern mánuð með sundurliðun á öllum iðgjöldum til stéttarfélaga fyrir hvern launþega fyrir gjalddaga sem er 10. hvers mánaðar. Áríðandi er að rétt númer og heiti stéttarfélags komi fram á hverri skilagrein.

Kröfur stofnast í netbanka þegar skilagrein hefur borist nema óskað hafi verið eftir öðrum greiðslumáta. Eigi greiðsla sér ekki stað fyrir eindaga eru reiknaðir dráttarvextir frá gjalddaga til greiðsludags. Gjalddagi er 10. dagur næsta mánaðar eftir launamánuð en eindagi síðasti virki dagur gjalddaga mánaðar. BSRB mælir með því að kröfur séu frekar greiddar í stað millifærslu.

BSRB óskar eftir að fá allar skilagreinar sendar með rafrænum hætti.

  • Skilagreinar á SAL formi (textaskrár) sendast á netfangið skbibs@bsrb.is
  • Skilagreinar á XML formi sendast á vefþjónustuna https://dk.bsrb.is/bibs/skilagreinar.exe/wsdl/IMemberExpos

Nánari upplýsingar veitir Björg Geirsdóttir hjá BSRB í síma 5258317 eða í netfanginu bjorg@bsrb.is.

Sveitarfélög

Framlag starfsmanns  Iðgjald af heildarlaunum
Félagsgjald  1%

Framlag launagreiðenda Iðgjald af heildarlaunum
Orlofssjóður 0,90%
Félagsmannasjóður  1,24%
Samningasjóð 0,04%
Fræðslusjóður 0,40%
Mannauðssjóður 0,2%
Styrktarasjóður BSRB 0,75%
Vísindasjóður háskólamenntaðra 1,5% af dagvinnulaunum

 

Framlag í VIRK starfsendurhæfingarsjóð er 0,1% af heildarlaunum og er innheimt af viðkomandi lífeyrissjóði.
Framlag og aðild að Brú lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga félagsmaður greiðir 4% en sveitarfélaga 11,5%. Félagar sem voru í starfi árið 2000 eða fyrr eru með aðild að öðrum sjóðum. 

 Ríkisstofnanir og Menntaskóli Borgarfjarðar

Framlag starfsmanns Iðgjald af heildarlaunum
Félagsgjald 1%

 

Framlag launagreiðenda Iðgjald af heildarlaunum
Orlofssjóður 0,50%
Fræðslusjóður (starfsmenntasjóður) 0,32%
Styrktarsjóður BSRB 0,75%
Þróunar- og símenntunarsjóður 0,50%
Aðild að Fræðslusetrinu Starfsmennt 0,25%

 

Framlag í VIRK starfsendurhæfingarsjóð er 0,1% af heildarlaunum og er innheimt af viðkomandi lífeyrissjóði.
Framlag og aðild að A - deild Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins er 4% og mótframlag 11,5%.

Bókun 9 (2020)

Þeir starfsmenn sem voru í starfi 1. janúar 1989 og 1990 (Verkaskiptalög) og færðir voru í B – deild LSR úr viðkomandi sveitarfélagasjóði  [Lífeyrissjóði starfsmanna Akureyrarbæjar] halda ávinnslu í B – deild LSR eins og um óslitna aðild hafi verið að ræða í viðkomandi sjóði. Þetta á við um 95 ára reglu og 32 ára reglu. Hafi þeir flutt sig í A -deild LSR þá gilda þar sömu reglur og um aðra sem það gerðu 1. desember 1997.

Sjálfeignastofnanir í eigu sveitarfélaga

 Eftirfarandi á einungis við um þær sjálfseignastofnanir sem samkomulag er um að fylgja kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Aðrar sjálfseignastofnanir skulu ráðfæra sig við skrifstofu Kjalar um skiptingu iðgjalda milli sjóða. 

Framlag starfsmanns Iðgjald af heildarlaunum
Félagsgjald 1%

 

Framlag launagreiðenda Iðgjald af heildarlaunum
Orlofssjóður 0,9%
Félagsmannasjóður 1,24%
Samningasjóð  0,04%
Fræðslusjóður  0,4%
Mannauðssjóður 0,2%
Styrktarasjóður BSRB 0,75%
Vísindasjóður háskólamenntaðra 1,5% af dagvinnulaunum

 

Framlag í VIRK starfsendurhæfingarsjóð er 0,1% af heildarlaunum og er innheimt af viðkomandi lífeyrissjóði.
Framlag og aðild að Brú lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga félagsmaður greiðir 4% en sveitarfélaga 11,5%. Félagar sem voru í starfi árið 2000 eða fyrr eru með aðild að öðrum sjóðum.
Aðild að séreignasparnaði er háð samningum félagsmanns við viðkomandi vörsluaðila