- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Leigutími: | Allt árið | Stærð: | 60 fm | Eldavél með ofni: | já | |
Vikuleiga: | 28.000 kr. frá 22. maí 2020 | Svefnherbergi: | 3 | Sjónvarp / nettenging: | já / | |
Helgarleiga: | 16.500 kr. frá 4. sept. 2020 | Svefnrými: | 9 | Baðkar / sturta: | nei / já | |
Komutími: |
|
Dýnur: | 2 | Þvottavél / þurrkari: | já / nei | |
Brottför: | kl. 12:00 | Sængur/koddar: | 9 | Uppþvottavél: | já | |
Skiptidagar: | val/vetur- föstudagar/sumarleigu | Sængurfatnaður: | Nei |
Húsið Lyngás stendur við Skógarbraut 5 í orlofshúsabyggðinni í Reykjaskógi, Efri-Reykjum í Biskupstungum, mitt á milli Geysis og Laugavatns. Akstursfjarlægð frá Reykjavík er um 95 km. Brúará liggur þar rétt hjá og má heyra niðinn frá Brúarárfossi sem er með fallegustu fossum á landinu. Hús í byggðinni eru bæði í eigu félagasamtaka og einkaaðila. Sameiginlegur barnaleikvöllur er í hverfinu. Þjónustumiðstöð er ekki í orlofshúsabyggðinni en verslun, sundlaug og aðra þjónustu er að fá á Laugarvatni.
Í húsinu eru þrjú svefnherbergi með rúmstæðum fyrir samtals níu manns (möguleiki á tveimur tvöföldum rúmum) og allur nauðsynlegur húsbúnaður. Tvær aukadýnur eru í húsinu, sængur og koddar.
Hafa þarf meðferðis sængurfatnað (lín), handklæði, diskaþurrkur, borðklúta, gólftuskur, salernispappír og þess háttar.
Sumarleigutímabil er frá lok maí til byrjun september ár hvert. Frá 1. október 2018 verður leyfilegt að hafa gæludýr en eigendur sem hafa þangað með sér gæludýr eru beðnir að þrífa sérstaklega vel að dvöl lokinni.