Desemberuppbót

Samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum að greiða starfsfólki sínu desemberuppbót/persónuuppbót 1. desember ár hvert. Greitt er hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma síðustu 12 mánuði fyrir greiðsludag. Desemberuppbót/persónuuppbót er greidd í einu lagi, ofan á hana reiknast ekki orlof. Uppbótin er föst krónutala og tekur ekki hækkunum skv. öðrum ákvæðum kjarasamninga. 

Sjá: Grein 1.7.1 í kjarasamningi sveitarfélaga og gildir um stofnanir sem greiða laun samkv. honum. 

Persónuuppbót/desemberuppbót verður sem hér segir:

Á árinu 2019 kr. 115.850.
Á árinu 2020 kr. 118.750.
Á árinu 2021 kr. 121.700.
Á árinu 2022 kr. 124.750.
Á árinu 2023 kr. 131.000

Sama gildir ef viðkomandi ef viðkomandi var frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu lýkur og eða vegna fæðingarorlofs samber grein 11.1.8. Sem og við starfslok starfsmanns.