Desemberuppbót

Grein 1.7.1 í kjarasamningi sveitarfélaga og gildir um stofnanir sem greiða laun samkv. honum. 

Persónuuppbót/desemberuppbót verður sem hér segir:

Á árinu 2019 kr. 115.850.
Á árinu 2020 kr. 118.750.
Á árinu 2021 kr. 121.700.
Á árinu 2022 kr. 124.750.

Starfsmaður í fullu starfi fær greidda persónuuppbót/desemberuppbót 1. desember ár hvert. Greitt er hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma síðustu 12 mánuði fyrir greiðsludag. Hafi starfsmaður gengt hlutastarfi eða starfað hluta úr ári, skal hann fá greitt hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma. 

Sama gildir ef viðkomandi ef viðkomandi var frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu lýkur og eða vegna fæðingarorlofs sambr, grein 11.1.8. Sem og við starfslok starfsmanns.