Starfsaldur metin til launa

Samkvæmt kjarasamningi við sveitarfélög, Dalbæ, Minjasafnsins, Hjallastefnu og þeirra sem erum með kjarasamning félagsins og sveitarfélaga.

Persónuálag vegna símenntunar og starfsreynsla 

Með vísan til greinar 10.1.3 skulu starfsmenn fá persónuálag vegna árlegrar þátttöku í símenntunaráætlun sem hér segir:

  • 2% eftir 1 árs starf hjá sveitarfélögum og/eða öðrum sambærilegum störfum.
  • Samtals 4% eftir 5 ára starf hjá sveitarfélögum og/eða öðrum sambærilegum störfum.
  • Samtals 6% eftir 9 ára starf hjá sveitarfélögum og/eða öðrum sambærilegum störfum.
  • Samtals 8% eftir 15 ára starf hjá sveitarfélögum og/eða í öðrum sambærilegum störfum.

Við mat á starfstíma hjá öðrum vinnuveitendum til persónuálags getur sveitarfélag krafið starfsmann um gögn sem staðfesta þann starfstíma (vinnuveitendavottorð). Hækkun vegna starfstíma kemur til framkvæmda næstu mánaðarmót eftir að fullnægjandi gögn hafa borist vinnuveitanda. Telst hálfur mánuður og stærri brot úr mánuði sem heill mánuður. Öðrum dögum skal sleppt.

Við launaflokk leggst einstaklingsbundið persónuálag 2, 4, 6, eða 8 %  í samræmi við ofanritað og myndar þannig dagvinnulaun viðkomandi starfsmanns. Laun þessi eru viðmiðun vegna afleiddra launategunda, s.s. tímakaups í yfir- og dagvinnu og lífeyrisgreiðslna B-deilda opinberra lífeyrissjóða eða Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar.