Orlofsbyggðin við Eiðavatn

Orlofsbyggðin við Eiðavatn á sér sögu til 1980 þegar BSRB reisti þar 17 hús sem standa í landi Stóra-Hagi Fljótsdalshérað. Mikið hefur verið endurnýjað innan húsanna og í öllu umhverfinu. Félagsmönnum Kjalar standa þrjú hús til boða á orlofshúsasvæðinu við Eiðavatn á Fljótsdalshéraði. Hús nr. 3, 7 og 8 í hverfi þar sem eru í heild 17 orlofshús. Húsin eru staðsett á einstaklega skemmtilegu kjarrivöxnu landi við Eiðavatn en húsunum fylgir aðgangur að árabát og björgunarvesti. Ekki þarf að fjölyrða um náttúrufegurð Fljótsdalshéraðs, um 14 km vegalengd er í verslun og fjölbreytta þjónustu á Egilsstöðum og fjöldi áhugaverðra staða er í næsta nágrenni, merktar gönguleiðir við svæðið og golfvöllur í Fellabæ.

  • Frísbígolfvöllur með átta (8) körfum og einni púttkörfu.  Taka með sér diska
  • Fimm míní golfbrautir 

Mikil náttúrupardís, gönguleiðir og róa út á vatnið og fiska - góða skemmtun!