Yfirlit yfir sjóði félagsmanna

Félagsmenn Kjalar eiga aðild að samtryggingarsjóði (lífeyrissjóði) eftir ákvæðum kjarasamninga í samræmi við  lög nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfssemi lífeyrissjóða.

Aðild að séreignarsjóði vegna viðbótarlífeyrisréttar eða séreignasjóð velur félagsmaður sjálfur.

Ertu að missa af 2% launahækkun?

Séreignarsparnaður (viðbótarlífeyrissparnaður) er verðmætasta eign okkar til viðbótar samtryggingalífeyrissjóði við starfslok og er hagkvæm sparnaðarleið sem býðst í dag. Gegn 2-4% eigin framlagi launafólks fæst allt að 2% mótframlag frá launagreiðanda. Það er ígildi 2% launahækkunar! Þannig leggurðu fyrir til framtíðar með einföldum hætti.

  • Nýta má inneign skattfrjálst, við fyrstu kaup á íbúðarhúsnæði
  • Enginn fjármagnstekjuskattur er af ávöxtun
  • Inneign erfist að fullu og er ekki aðfararhæf við gjaldþrot
  • Velja má fjárfestingarleiðir sem hæfa hverjum og einum í hvaða lífeyrissjóði eða bankastofnun

Félagsmenn sem starfa hjá Akureyrarbæ og voru komnir til starfa fyrir 1. janúar 1999 greiða til Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar www.lsa.is. Jafnframt hafa þeir val um að flytja sig til Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga

Félagsmenn sveitarfélaga sem komu til starfa eftir 1. júli 1998 greiða til Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga. Hann hét áður Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga en skipt var um heiti sjóðsins í júní 2016. Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélag skiptist í A, V og B deild. Sjá heimasíðu sjóðsins www.lifbru.is. Allir starfsmenn sveitarfélaga fara í A-deild við ráðningu en geta flutt sig til V-deildar en ekki til baka aftur. B-deild er lokuð deild. 

Félagsmenn sem starfa hjá ríkinu greiða til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins A, B og S deild, (LSR) www.lsr.is

Einnig eiga félagsmenn réttindi hjá Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda, sérstaklega fyrir breytingarnar sem voru gerðar 1997 eða 1998. www.sl.is

Á vefsvæðinu Lífeyrismál - spurt og svarað hjá Landssambandi lífeyrissjóða má finna svör við ýmsum spurningum um lífeyrismál.