Skráning á fundinn
Aðalfundur
Aðalfundur Kjalar stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu verður haldinn 21. mars 2024 að Skipagötu 14 á Akureyri (salur 4 hæð), klukkan 17:00.
Fundurinn verður einnig í fjarfundi og því þarf að skrá sig á fundinn á heimasíðu félagsins: www.kjolur.is
Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á síðasta ári, samþykkt reikninga og kosning fulltrúa á þing BSRB.
Dagskrá aðalfundar
Fundur settur.
-
- Skipaður fundarstjóri og fundarritari.
- Skýrsla stjórnar frá síðastliðnu ári og skýrsla orlofssjóðs.
- Lagðir fram til úrskurðar endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir síðastliðið ár.
- a. Félagssjóður - umræður - borið upp til afgreiðslu.
- b. Orlofssjóður - umræður - borið upp til afgreiðslu.
- Kosning fulltrúa á þing BSRB 2024.
- Ákveðið árgjald félagsmanna og skipting þess milli sjóða.
- Tekin fyrir málefni Fræðslusjóðs skv. reglum sjóðsins.
- Fræðslusjóður - umræða - borið upp afgreiðslu.
- Tekin fyrir málefni Átaks- og Vinnudeilusjóðs, skv. reglum sjóðsins.
- Átaks- og vinnudeilusjóður - umræða - borið upp til afgreiðslu.
- Samþykkt fárhagsáætlun næsta árs.
- Önnur mál.
|
|