Algengar spurningar um verkföll

Hér fyrir neðan má finna svör við algengum spurningum um greiðslur og störf í verkfalli (information in English below). 

 Launagreiðslur í verkfalli

Laun falla niður í verkfalli. Líklegt er að laun verði dregin af öllum félagsmönnum sem verkfall nær til þá daga sem verkfall stendur yfir. Félagsmenn sem vinna í verkfalli eiga rétt á launum fyrir þann tíma sem þeir vinna. Hver og einn félagsmaður þarf að fara fram á að fá greitt ef hann hefur verið starfandi samkvæmt undanþágulista.

 Verkfallsbætur

Vinnudeilusjóður hvers félags stendur almennt undir verkfallsbótum eins og skipulag verkfallsins er sett upp. Félögin sem standa að verkfallsaðgerðum nú hafa ákveðið að greiddar verði 30.000 kr. fyrir hvern dag sem félagsfólk leggur niður störf, miðað við 100% starfshlutfall.

Hvaða störfum má sinna í verkfalli og hverjir mega það?

Þegar verkfall er löglega hafið er þeim sem það beinist gegn óheimilt að stuðla að því að afstýra því með aðstoð einstakra félagsmanna þess félags sem að verkfallinu stendur. Ákvæði þess efnis er að finna í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna en það hefur verið túlkað svo að í því felist alfarið bann við því að annað starfsfólk gangi í störf verkfallsmanna. Verkfall á leikskólum á t.a.m. ekki að hindra aðra starfsmenn leikskólans sem eru faglærðir og verkfall nær ekki til í að sinna sínum venjulegu störfum, jafnvel þótt þeir starfi venjulega við hlið þeirra sem eru í verkfalli og sinni að mörgu leyti sömu verkefnum. Bannið nær eingöngu til þess að ekki má ganga í störf verkfallsmanna. Það starfsfólk sem ekki er í verkfalli er óheimilt að vinna annað en venjuleg störf sín.

Félagsmenn sem kallaðir eru til starfa samkvæmt undanþágulistum eiga að sinna störfum sínum í samræmi við almennar starfsskyldur. Störfin skulu miðast við að tryggja lámarks öryggisþætti og öryggi sjúklinga og að engin verði fyrir beinum skaða af verkfallsaðgerðum.

Geta yfirmenn gengið í störf félagsmanna í verkfalli?

Æðstu stjórnendur geta gengið í öll störf í verkfalli þar sem þeir bera ábyrgð á rekstri stofnunarinnar. Þannig má t.d. rektor eða skólastjóri ganga í störf húsvarðar og opna skólabyggingu fyrir nemendur.

Má kalla út aðra starfsmenn á aukavaktir meðan á verkfalli félagsmanna tiltekins félags stendur?

Það má ekki bæta í mönnun vegna verkfalls. Aðrir starfsmenn eiga ekki að fá aukin verkefni, utan þeirra er þeir sinna öllu jöfnu. Litið hefur verið svo á að með því að fjölga öðrum starfsmönnum sé verið að láta þá ganga í störf félagsmanna.

Má taka aukavaktir, breyta vöktum í verkfalli?

Í verkfalli gildir fyrirliggjandi vaktaskýrsla. Breytingar á henni, þar með taldar aukavaktir eða breyttar vaktir eru ekki heimilar nema til komi samþykkt undanþágunefndar.

Hvað með þau sem hafa nýhafið störf og ekki enn fengið greidd laun þar sem þau eru enn á fyrsta mánuði ráðningar?

Ef vinnustöðvun tekur til þeirra starfa þá leggja þau niður störf eins og aðrir og hafa atkvæðisrétt.

Orlof/sumarfrí. Hvað ef félagsmaður er í orlofi/sumarfríi þegar þegar verkfall stendur yfir?

Þegar félagsmaður er í orlofi/sumarfríi þá telst hann vera í verkfalli. Hann fær því ekki laun frá vinnuveitanda og orlofstaka hans fellur niður á þeim tíma sem verkfall stendur. Félagsmenn í orlofi/sumarfríi fá greitt úr Vinnudeilusjóði líkt og aðrir í samræmi við úthlutunarreglur Vinnudeilusjóðs. Ef félagsmaður er á fyrirframgreiddum launum og fyrirfram ákveðin og skipulögð orlofstaka hefst áður en verkfall skellur á telst hann vera í orlofi.Má kalla félagsmenn sem eru í sumarfríi/orlofi til vinnu?

Vinnuveitanda er ekki heimilt að kalla til vinnu félagsmenn sem hafa verið í sumarfríi eða vaktafríi eftir að verkfall er hafið, ekki frekar en aðra félagsmenn, nema þá ef þeir eru á undanþágulista eða eru kallaðir til vinnu samkvæmt ákvæði 20. gr. laga nr. 94/1986. Skiptir í því sambandi ekki máli hvort starfsmaður hefur hafið orlof eða hvort hann hugðist hefja það á verkfallstímabilinu.

Má kalla út aðra starfsmenn á aukavaktir meðan á verkfalli félagsmanna stendur?

Það má ekki bæta í mönnun vegna verkfalls. Aðrir starfsmenn eiga ekki að fá aukin verkefni, utan þeirra er þeir sinna öllu jöfnu. Litið hefur verið svo á að með því að fjölga öðrum starfsmönnum sé verið að láta þá ganga í störf félagsmanna.

Hvað með starfsfólk sem er í launalausu leyfi frá störfum?
Verkfall nær ekki til þeirra og þau hafa ekki atkvæðisrétt þegar kosið er um aðgerðir.

Hvað með fæðingarorlof, tímavinnu, námsleyfi og veikindi í verkfalli? 

Þeir sem eru í fæðingarorlofi, eru þeir í verkfalli?

Engar breytingar verða á högum þeirra sem eru í fæðingarorlofi. Launagreiðslur félagsmanna í fæðingarorlofi koma frá Fæðingarorlofssjóði og hafa því ekkert með verkfall félagsmanna sem starfa samkvæmt kjarasamningi félagsins við samningsaðila að gera. Þau hafa því ekki atkvæðisrétt þegar kosið er um aðgerðir.

Hvað um félagsmenn í tímavinnu?

Um félagsmenn sem eru í tímavinnu gildir sama regla og ef um fastráðinn starfsmann væri að ræða. Ef félagsmaður er skráður í starfshlutfall eða á vaktarúllu, gildir fyrirliggjandi vaktaskýrsla og er félagsmaður þá í hópi þeirra sem starfað geta á öryggislista (undanþágulista). Ef félagsmaður í tímavinnu er ekki skráður á vaktaskýrslu telst hann vera í verkfalli líkt og aðrir og kemur því ekki til greina við störf samkvæmt undanþágulista.

Námsleyfi, fellur það niður í verkfalli?

Laun í námsleyfi falla niður í verkfalli og verður félagsmaður að taka leyfið út seinna.

Starfsmaður í veikindum, heldur hann launum?

Á meðan á verkfalli stendur falla meginskyldur ráðningarsamningsins niður. Þannig mega aðilar ekki framkvæma ákvæði ráðningarsamningsins á meðan á því stendur. Félagsmaður fær því ekki laun á meðan verkfall varir og heldur ekki veikindalaun, þrátt fyrir að veikindi hafi verið tilkomin áður en til verkfalls kom. Félagsmaður sem er í veikindum hefur hins vegar rétt til greiðslu úr Vinnudeilusjóði félags líkt og hann sé í starfi.

Ef félagsmaður sem á að mæta skv. undanþágulista veikist, hvernig virkar það?

Túlkun okkar er sú að ef félagsmaður sem á að mæta samkvæmt undanþágulista veikist þá eigi að greiða honum laun líkt og um unnin dag væri að ræða. Þessi túlkun byggist á því að umræddum starfsmanni er ætlað að gangi í þau störf sem eru á undanþágulista, þ.e. viðkomandi væri við störf í verkfalli ef ekki kæmi til veikinda.

 Hver er réttarstaða félagsmanna í verkfalli? 

Meginreglan er sú að réttarsamband starfsmanna og atvinnurekanda fellur niður á meðan á verkfalli stendur og eru aðilar ekki bundnir af ákvæðum ráðningarsamnings á þeim tíma sem verkfall varir. Þannig falla launagreiðslur niður og skyldur starfsmanns til að inna af hendi vinnu sömuleiðis. Starfsmenn vinna sér ekki inn rétt til orlofs og orlofslauna meðan á verkfalli stendur.

Þegar verkfalli hins vegar lýkur vakna skyldur aðila á ný og er mönnum skylt að koma þá strax til vinnu og atvinnurekanda jafnframt skylt að taka við starfsmönnum sínum í vinnu. 

 

Undanþágulistar. Hvernig er þeim háttað, hverjir eiga að vinna vaktirnar?

Undanþágulisti (einnig nefndur öryggislisti) er listi yfir störf sem undanþegin eru verkfalli.Á honum er tilgreindur sá fjöldi félagsmanna sem skal vera við störf í verkfalli á hverri stofnun og deild. Listinn er sundur greindur niður á vaktir.Tilgangur listanna er að tryggja „nauðsynlegustu öryggisgæslu ogheilbrigðisþjónustu“ (eins og segir í lögum 94/1986) og koma í veg fyrir skaða.

Í vaktakerfum skal fara eftir þeirri vaktaskýrslu sem liggur fyrir þegar valinn er starfsmaður til þess að vinna í verkfalli samkvæmt undanþágulista. Sé fleiri skráðir á vakt en tiltekið er á undanþágulista ákveður stjórnandi hvaða starfsmaður vinnur vaktina.

Hér fyrir neðan eru tenglar á undanþágulista eftirfarandi sveitarfélaga:

Akureyrarbær

Borgarbyggð

Dalvíkurbyggð

Ísafjarðarbær

Grundarfjarðarbær

Fjallabyggð

Fjarðabyggð 

Snæfellsbær

Sveitarfélagið Skagafjörður

Vesturbyggð

 Undanþágur frá verkfalli og undanþágunefnd, hvernig virkar hún?

 Samkvæmt 20. grein laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986 segir um heimild til að kalla starfsmenn til vinnu:

Sé verkfall hafið er heimilt að kalla starfsmenn, sem eru í verkfalli, tímabundið til vinnu í þeim tilgangi að afstýra neyðarástandi.

Samkvæmt 21. grein sömu laga segir um undanþágunefnd:

„Nefnd tveggja manna ákveður hverjir skulu kvaddir til starfa skv. 20. gr. Annar nefndarmanna skal tilnefndur af því stéttarfélagi sem á í verkfalli en hinn af viðsemjanda þess. Ákvarðanir um kvaðningu til vinnu skulu teknar með atkvæðum beggja nefndarmanna og eru þær endanlegar.“

Undanþágunefnd fjallar um einstök störf en ekki einstök verk sem starfsmenn taka að sér í verkfalli.

Ef starfsmaður í verkfalli er kallaður til vinnu vegna undanþágu sem samþykkt hefur verið að stéttarfélaginu getur hann ekki neitað að koma til vinnu.

Starfsmaður í vinnu á undanþágu fær greidd laun.

Undanþágunefnd er starfandi í BSRB. Umsóknir um undanþágu skal senda undanþágunefnd rafrænt. Ein undanþágunefnd er gagnvart öllum aðildarfélögum sem boðað hafa verkfall hjá sveitarfélögunum. Athugið að samkvæmt 20. gr. laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986 er einungis heimilt að fá tímabundna undanþágu frá vinnustöðvun starfsmanns í þeim tilgangi að afstýra neyðarástandi. Það er eingöngu stjórnandi sem getur sent undanþágunefnd undanþágubeiðni.

 Hér má finna eyðublað vegna undanþágubeiðna.

Information in English

Wage payments during a strike
Wages from employer are generally deducted during a strike. It is likely that wages will be deducted for all members affected by the strike for the days of the strike.

Members who work during a strike because of an exemption list are entitled to wages for the time they work.

How is strike compensation designed?
The Labour dispute fund covers compensation because of the strike. The unions that are going to strike have decided that 30,000 ISK will be paid for each day that members of staff stop working, based on a full time job.

What is the legal status of members on strike?
The principle is that the legal relationship between the employees and the employer is terminated during a strike and the parties are not bound by the provisions of the employment contract during the time the strike lasts. In this way, wage payments are canceled during the strike and the employee's obligations to perform work likewise.

However, when the strike ends, the obligations of the parties arise again and the people are obliged to show up for work immediately and the employer is also obliged to accept his employees to work.

Who is allowed to work during a strike?
When a strike is legally started, the municipality is not allowed to contribute to averting it with the help of individual members of the association that is conducting the strike. Strike at kindergartens do not prevent other employees at the work place whom the strike does not affect to keep on carrying out their normal duties, even if they usually work alongside those who are on strike and carry out many of the same tasks. The ban means that it is not allowed to perform the work duties of the people on strike. Employees who are not on strike are not allowed to work other than their normal jobs and not more than they do normally.

Can managers join the work of members during a strike?
Senior managers can join all jobs during a strike, as they are responsible for the organization's operations. Thus, e.g. the headmaster joins the duties of a janitor and opens the school building for students and the manager at a kindergarten can carry out the work of his subordinates. There can only be one senior manager at a workplace with this privilege.

Can I take extra shifts, change shifts during a strike?
During a strike, only the existing shift report is valid. Changes to it, including extra shifts or changed shifts, are not permitted unless approved by the Exemption Committee.