Fæðingarorlof

Allir foreldrar á vinnumarkaði eiga rétt til fæðingar- og foreldraorlofs. Það á jafnt við foreldra sem eru starfsmenn eða þá sem eru sjálfstætt starfandi. Foreldrar utan vinnumarkaðar og foreldrar í námi eiga rétt til fæðingarstyrks, sbr. 1. gr. laga nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof (fæðingarorlofslög).

Helstu markmið laganna er að tryggja barni samvistir við báða foreldra og að gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf, sbr. 2. gr. fæðingarorlofslaga.

Fæðingarorlofssjóður annast greiðslur til foreldra sem njóta réttinda til greiðslna í fæðingarorlofi en á vef sjóðsins má nálgast upplýsingar um fæðingarorlof, s.s. reiknivél fyrir útreikning á greiðslum frá sjóðnum.

Tilhögun fæðingarorlofs

Fæðingar- og foreldraorlof samkvæmt fæðingarorlofslögum er leyfi frá launuðum störfum sem stofnast til við fæðingu, frumættleiðingu barns yngra en átta ára eða töku barns yngra en átta ára í varanlegt fóstur.

Tímalengd fæðingarorlofs fyrir báða foreldra er mismunandi eftir fæðingarári barna.

Barn fætt, frumættleitt eða tekið í varanlegt fóstur

Sjálfstæður réttur hvors foreldris um sig er 6 mánuðir, heimilt er að framselja allt að 6 vikur til hins foreldris. Heildarréttur er því 12 mánuðir.

Greiðslur

Til þess að öðlast rétt til greiðslna fæðingarorlofs þarf starfsmaður að hafa verið í minnst 25% starfshlutfalli samfellt í sex mánuði fyrir fæðingardag barns eða þann dag þegar barn kemur inn á heimilið ef um ættleiðingu eða varanlegt fóstur er að ræða.

Greiðslur eru reiknaðar þannig að tekið er meðaltal heildarlauna starfsmanns á tólf mánaða samfelldu tímabili sem hefst sex mánuðum fyrir fæðingardag barns eða þegar barn kemur inn á heimili. Til launa teljast allar launagreiðslur sem og greiðslur atvinnuleysisbóta, fæðingarorlofs, sjúkradagpeningar og fleira.

Þegar foreldri fer í fæðingarorlof fellur það af launaskrá hjá atvinnurekanda og fær greiðslur frá Fæðingarorlofssjóði, að uppfylltum skilyrðum fæðingarorlofslaga. Mánaðarleg greiðsla til foreldris frá sjóðnum er 80% af meðaltali heildarlauna en hámarksgreiðslur frá sjóðnum eru 600.000 kr. Réttur til greiðslna hjá sjóðnum er því eftirfarandi.

  • Foreldrar sem eru með lægri mánaðarleg meðallaun en 750.000 kr. eiga rétt á 80% af meðaltali heildarlauna. Þetta er fjárhæð fæðingarorlofs fyrir lögbundinn frádrátt s.s. skattgreiðslur, framlag til lífeyrissjóðs og iðgjald til stéttarfélags.
  • Foreldrar sem er með hærri meðallaun en 750.000 kr. á mánuði lenda í þakinu svonefnda þar sem 80% af þeirri tölu eru 600.000 kr. og fá ekki hærri greiðslur en sem því nemur. Þetta er fjárhæð fæðingarorlofsgreiðslna fyrir lögbundinn frádrátt s.s. skattgreiðslur, framlag til lífeyrissjóðs og iðgjald til stéttarfélags.

Rétturinn til að taka fæðingarorlof stofnast við fæðingu barns en foreldri er heimilt að hefja töku þess allt að einum mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag. Móðir skal vera í fæðingarorlofi að minnsta kosti fyrstu tvær vikurnar eftir fæðingu barns. Réttur til fæðingarorlofs er bundinn því að foreldri fari sjálft með forsjá barnsins eða hafi sameiginlega forsjá ásamt hinu foreldri þess þegar fæðingarorlof er tekið. Forsjálaust foreldri á rétt til fæðingarorlofs ef fyrir liggur samþykki þess foreldris sem fer með forsjána um að forsjárlausa foreldrið hafi umgengni við barnið þann tíma sem fæðingarorlof stendur yfir.

Tilkynning

Mikilvægt er að starfsmenn tilkynni vinnuveitendum tímanlega um fæðingarorlof og aðilar ákveði tilhögun þess enda er fæðingarorlof réttur til leyfis frá launuðum störfum.

Starfsmaður sem ætlar að taka fæðingarorlof skal tilkynna það vinnuveitanda eins fljótt og kostur er og í síðasta lagi 8 vikum fyrir fyrirhugaðan fæðingardag barns. Vilji foreldri breyta áður tilkynntum upphafsdegi skal það gert 8 vikum fyrir hinn nýja fyrirhugaða upphafsdag. Smella hér til að nálgast tilkynningarformið

Starfsmaður á rétt á að taka fæðingarorlof í einu lagi. Með samkomulagi við vinnuveitanda er þó heimilt að skipta því niður á fleiri tímabil og/eða taka það samhliða minnkuðu starfshlutfalli. Þó má aldrei taka fæðingarorlof skemur en tvær vikur í senn. Móður er skylt að taka fæðingarorlof fyrstu tvær vikurnar eftir fæðingu barns.

Geti vinnuveitandi ekki fallist á óskir starfsmanns um tilhögun fæðingarorlofs skal hann að höfðu samráði við starfsmann leggja til aðra tilhögun innan viku. Skal það gert skriflega og ástæður tilgreindar fyrir breyttri tilhögun. Náist ekki samkomulag milli aðila á starfsmaðurinn ávallt rétt á að taka fæðingarorlof sitt í einu lagi frá þeim upphafsdegi sem hann ákveður.

Mæðraskoðun

12.9 MÆÐRASKOÐUN
12.9.1 Barnshafandi konur eiga rétt til nauðsynlegra fjarvista frá vinnu vegna
mæðraskoðunar, án frádráttar á föstum launum, þurfi slík skoðun að fara fram í
vinnutíma.

Veikindi á meðgöngu

Ef þungaðri konu er nauðsynlegt að leggja niður störf eða hætta þátttöku á vinnumarkaði meira en mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag skal hún eiga rétt á greiðslum í fæðingarorlofi þann tíma og að hámarki tvo mánuði. Þetta skal rökstyðja með vottorði. Ef kona veikist alvarlega í tengslum við fæðingu er heimilt að framlengja orlof hennar um allt að tvo mánuði enda hafi hún í fæðingarorlofi verið ófær um að annast barn sitt að mati læknis.

Einnig getur þurft að taka sérstakt tillit til þungaðra kvenna á meðgöngu. Til að mynda má ekki skylda þungaða konu eða móður allt að sex mánuðum eftir fæðingu til að vinna næturvinnu. Ef vinna þungaðrar konur er þess eðlis að hún getur verið hættuleg skal atvinnurekandi gera nauðsynlegar ráðstafanir til að fela starfsmanni önnur verkefni. Vinnueftirlitið getur veitt leiðbeiningar við mat á hættu. Breytingar á vinnutíma, vinnuskilyrðum eða verkefnum eiga ekki að hafa áhrif á launakjör eða önnur starfstengd réttindi. Ef ekki er unnt að breyta starfi til þess að forðast hættu skal veita konu leyfi frá störfum svo lengi sem það er nauðsynlegt til að vernda öryggi og heilbrigði. Kona öðlast þá rétt til greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði.

Vernd gegn uppsögn

Óheimilt er að segja starfsmanni upp störfum vegna þess að hann hefur tilkynnt um fyrirhugaða töku fæðingarorlofs, er í fæðingarorlofi, er þungaður eða hefur nýlega alið barn nema gildar ástæður séu fyrir hendi, sem mega með engum hætti tengjast töku fæðingarorlofs eða fyrirhuguðu fæðingarorlofi, og skal þá skriflegur rökstuðningur fylgja uppsögninni.

Fyrstu skref í varðandi fæðingarorlof

Þegar sótt er um úr Fæðingarorlofssjóði þarf að fylla út umsókn hjá Vinnumálastofnun. Á umsóknareyðublaðinu eru reitir þar sem umsækjandi er beðinn um að setja x þar sem það á við m.a. hvort viðkomandi óski eftir því að stéttarfélagsgjöld verði dregin frá greiðslum úr fæðingarorlofssjóði. Þeir sem merkja x við þann reit teljast félagsmenn í Kili stéttarfélagi og viðhalda með því réttindum sínum í Styrktarsjóði BSRB meðal annars eins og hún er við töku fæðingarorlofs. Réttarstaða hinna sem ekki kjósa að krossa í þennan reit er hins vegar önnur. Þeir teljast ekki félagsmenn á meðan á fæðingarorlofi stendur og missa því rétt úr styrktar- og sjúkrasjóði, orlofssjóði og starfsmenntunarsjóði.

Með öðrum orðum, til að halda sjóðsréttindum í fæðingarorlofi er nauðsynlegt að greiða stéttarfélagsgjald. Þá greiðir Styrktarsjóður BSRB fæðingarstyrk til þeirra sem um hann sækja og að þér hafi verið búnir að ávinna sér hann við upphaf fæðingarorlofs. Engin lagaheimild er fyrir Vinnumálastofnun að draga stéttarfélagsgjöld óumbeðið af greiðslum í fæðingarorlofi. Því er óhjákvæmilegt að hafa spurningu á eyðublaðinu vegna fæðingarorlofsgreiðslu um hvort umsækjandi vilji vera áfram í sínu félagi og þar með greiða til þess félagsgjöld. Er því nauðsynlegt að minna félagsmenn á það að standa vörð um réttindi sín og félagsaðild og krossa í viðeigandi reit.

Fæðingarstyrkur BSRB

Fæðingarstyrkur er greiddur úr Styrktarsjóði BSRB. Styrkurinn er jafnhár til kvenna og karla en hliðsjón er höfð af starfshlutfalli. Skoða vel "Munið að setja x-ið" Sækja um eingreiðslu hér, Styrktarstjóður BSRB

Fæðingarorlofssjóður er hjá Vinnumálastofnun sjá hér er hans slóð og þar er að finna umóknareyðublað (móður og faðir ) og tilkynningar til vinnuveitenda. Hér, Fæðingarorlofssjóður.

Réttarstaða í fæðingarorlofi

13.2.1 Um uppsöfnun og vernd réttinda í fæðingarorlofi fer skv. 14. gr. laga nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof, þó með þeirri viðbót sem talin er upp hér á eftir.

13.2.2 Starfsmaður sem hefur töku fæðingarorlofs, telst skv. framangreindu vera leystur undan vinnuskyldu á meðan á fæðingarorlofi hans stendur, sbr. 29. gr. framangreindra laga.

13.2.3 Starfsmaður launagreiðanda sem er í fæðingarorlofi nýtur réttinda til greiðslu sumarorlofs, persónu- og orlofsuppbótar. Starfsmaður er áfram í þeim lífeyrissjóði(um) sem hann hefur tilheyrt sem starfsmaður launagreiðanda en launagreiðandi ber ábyrgð á réttindaávinnslu starfsmanns í b-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.

13.2.4 Starfsmaður sem nýtur fyrirframgreiðslu launa, skal eiga rétt til fyrirframgreiðslu frá launagreiðanda þann mánuð sem hann hefur töku fæðingarorlofs og fellur sá réttur niður þann mánuð sem hann kemur til baka úr fæðingarorlofi.

Ítarefni

Fæðingaroflofssjóður

Samkomulag um tilhögun fæðingarorlofs, FOS og veikindaréttar

Reiknivél fyrir fæðingarorlof

- Lög um fæðingar- og foreldraorlof

- Reglugerð um greiðslur úr fæðingarorlofssjóði