Fæðingarorlof

Þegar sótt er um úr Fæðingarorlofssjóði þarf að fylla út umsókn hjá Vinnumálastofnun. Á umsóknareyðublaðinu erureitir þar sem umsækjandi er beðinn um að setja x þar sem það á við m.a. hvort viðkomandi óski eftir því að stéttarfélagsgjöld verði dregin frá greiðslum úr fæðingarorlofssjóði. Þeir sem merkja x við þann reit teljast félagsmenn í Kili stéttarfélagi og viðhalda með því réttindum sínum í Styrktarsjóði BSRB meðal annars eins og hún er við töku fæðingarorlofs. Réttarstaða hinna sem ekki kjósa að krossa í þennan reit er hins vegar önnur. Þeir teljast ekki félagsmenn á meðan á fæðingarorlofi stendur og missa því rétt úr styrktar- og sjúkrasjóði, orlofssjóði og starfsmenntunarsjóði. 

Með öðrum orðum, til að halda sjóðsréttindum í fæðingarorlofi er nauðsynlegt að greiða stéttarfélagsgjald. Þá greiðir Styrktarsjóður BSRB fæðingarstyrk til þeirra sem um hann sækja og að þér hafi verið búnir að ávinna sér hann við upphaf fæðingarorlofs. Engin lagaheimild er fyrir Vinnumálastofnun að draga stéttarfélagsgjöld óumbeðið af greiðslum í fæðingarorlofi. Því er óhjákvæmilegt að hafa spurningu á eyðublaðinu vegna fæðingarorlofsgreiðslu um hvort umsækjandi vilji vera áfram í sínu félagi og þar með greiða til þess félagsgjöld. Er því nauðsynlegt að minna félagsmenn á það að standa vörð um réttindi sín og félagsaðild og krossa í viðeigandi reit.

Fæðingarstyrkur
Fæðingarstyrkur er greiddur úr Styrktarsjóði BSRB. Styrkurinn er jafnhár til kvenna og karla en hliðsjón er höfð af starfshlutfalli. Skoða vel "Munið að setja x-ið" Sækja um eingreiðslu hér, Styrktarstjóður BSRB

Fæðingarorlofssjóður er hjá Vinnumálastofnun sjá hér er hans slóð og þar er að finna umóknareyðublað (móður og faðir ) og tilkynningar til vinnuveitenda. Hér, Fæðingarorlofssjóður.


Réttarstaða í fæðingarorlofi

13.2.1 Um uppsöfnun og vernd réttinda í fæðingarorlofi fer skv. 14. gr. laga nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof, þó með þeirri viðbót sem talin er upp hér á eftir.

13.2.2 Starfsmaður sem hefur töku fæðingarorlofs, telst skv. framangreindu vera leystur undan vinnuskyldu á meðan á fæðingarorlofi hans stendur, sbr. 29. gr. framangreindra laga.

13.2.3 Starfsmaður launagreiðanda sem er í fæðingarorlofi nýtur réttinda til greiðslu sumarorlofs, persónu- og orlofsuppbótar. Starfsmaður er áfram í þeim lífeyrissjóði(um) sem hann hefur tilheyrt sem starfsmaður launagreiðanda en launagreiðandi ber ábyrgð á réttindaávinnslu starfsmanns í b-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.

13.2.4 Starfsmaður sem nýtur fyrirframgreiðslu launa, skal eiga rétt til fyrirframgreiðslu frá launagreiðanda þann mánuð sem hann hefur töku fæðingarorlofs og fellur sá réttur niður þann mánuð sem hann kemur til baka úr fæðingarorlofi.


Lög og reglugerðir

- Lög um fæðingar- og foreldraorlof

- Reglugerð um greiðslur úr fæðingarorlofssjóði