Munaðarnes

Orlofsbyggðin í Munaðarnesi er með þeirri elstu hér á landi en BSRB tók þar land á leigu og hóf byggingu orlofshúsa 1971. Félagsmönnum Kjalar standa átta hús til boða í orlofshúsabyggðinni í Munaðarnesi. Um er að ræða hús nr. 20, 21, 36, 37, 53, 63, 64 og Reynihlíð. Heitur pottur er við öll húsin. Svæðið er eitt eitt best búna orlofshúsasvæði landsins og vel staðsett í Borgarfirði. Á svæðinu er þjónustumiðstöð, leikvöllur fyrir börn, gervigrasvöllur til knattspyrnuiðkunnar, minigolf, hægt er að velja um fjölda fallegra gönguleiða í nágrenninu og stutt er í verslun og þjónustu, m.a. sundlaug að Varmalandi, golfvelli og veiði. Gestir húsanna fá sérstakan afslátt á golfvellinum Glanna en aðgangur að honum fylgir frítt fyrir tvo með hverju húsi. 
Þjónustuhús selur smávarning og býður upp á veitingar.