Starfsreglur Trúnaðarmanna
Í reglum þessum er trúnaðarmaður sá sem kosin er á vinnustað, aðaltrúnaðarmaður er valinn af trúnaðarmönnum og hefur aukaskyldur gagnvart félaginu og kjörnum trúnaðarmönnum
Starfsskyldur trúnaðarmanns:
- Starfar sem tengiliður – milli félagsmanna og stjórnanda stofnananna – milli félagsmanna og stjórnar KJALAR
- Stendur vörð um réttindi og skyldur
- Gætir hagsmuna KJALAR stéttarfélags í starfi sem utan þess
- Upplýsir nýja félagsmenn um sína stöðu
- Annast upplýsingar á vinnustað
- Tekur á móti umkvörtunum
- Leitar leiða til lausna
- Heldur vinnustaðafundi
- Fylgist með kjara- og réttindaumræðu
Starfsskyldur aðaltrúnaðarmanns:
- Starfar sem tengiliður – milli félagsmanna og stjórnanda stofnananna – milli félagsmanna og stjórnar KJALAR
- Stendur vörð um réttindi og skyldur
- Gætir hagsmuna KJALAR stéttarfélags í starfi sem utan þess
- Upplýsir nýja félagsmenn um sína stöðu
- Annast upplýsingar á vinnustað
- Tekur á móti umkvörtunum
- Leitar leiða til lausna
- Heldur vinnustaðafundi
- Fylgist með kjara- og réttindaumræðu
- Boðar til fundar með trúnaðarmönnum innan sinnar starfsdeildar.
Aðaltrúnaðarmaður sér jafnframt til þess að hlutverki svæðisdeildar sé fullnægt með eftirfarandi:
- Að afla upplýsinga fyrir aðalstjórn til framfara hverju sinni.
- Að dreifa upplýsingum og aðstoða félagsmenn.
- Að funda þegar þurfa þykir um sérmál svæðisins og koma tillögum til aðalstjórnar.
- Að gera tillögur til aðalstjórnar um fjárframlög til svæðisdeildarinnar.
- Að halda fundi árlega með þátttöku stjórnar/ starfsmanna.
- Að sjá um skemmtiferðir/árshátíðir.
- Að stuðla að samheldni og samvinnu meðal félagsmanna
- Að vinna að þeim hagsmunamálum sem upp koma hverju sinni
Skyldur félagsins gagnvart trúnaðarmönnum og aðaltrúnaðarmönnum
- Heldur námskeið, fundi
- um félagið,
- um kjarasamninga
- um lög og reglugerðir
- um sjálfstyrkingu, tjáningu, samningatækni
- Aðstoðar við þau mál sem upp koma
- Upplýsa um stöðu kjara-og réttindamála
- Samantektir og aðstoð frá skrifstofu