Náms- og kynnisferðir Þró og sí.

Stofnanir ríkisins geta sótt um styrki til Þróunar- og símenntunarsjóðs bæjarstarfsmanna-félaga

Vegna náms- og kynnisferða sem skipulagðar eru í þeim tilgangi að kynna sér störf stofnana erlendis eða innanlands með starfsmönnum sínum.

  • Starfseiningar stofnana (deildir/svið) geta sótt um styrki vegna skipulagðra fræðsluferða sem tengjast fagsviði eða starfi þeirra. Á þetta við um fræðsluferðir innanlands sem utan. Rökstyðja þarf staðarval náms.
  • Dagskrá vegna fræðsluferðar innanlands þarf að spanna að lágmarki 6 klst. í fræðslu. Dagskrá erlendis þarf að skiptast á a.m.k. tvo daga og þarf hún að spanna að lágmarki 8 klst. í fræðslu. Stjórnandi viðkomandi starfseiningar skal tilgreina markmið ferðarinnar og hvernig hún nýtist til frekari þróunar starfseiningarinnar. Ítarleg dagskrá ferðar þarf að fylgja með ásamt heildarfjölda þátttakenda í ferð og nafnalista þeirra sem heyra undir sjóðinn.

Umsóknarferli:

Umsókn skal skila til sjóðsins á þar til gerðu rafrænu eyðublaði.
Við afgreiðslu umsóknar metur stjórn sjóðsins:

  • Hvort tilgangur ferðarinnar sé að starfsmenn viðkomandi stofnunar kynni sér sambærilega starfsemi og heimsóknin nýtist þeim til framþróunar í starfi.
  • Hvort um er að ræða að auki þátttaka í ráðstefnu/námskeiði, kynningu og/eða tengsl við nýbreytni og eða þróunarstarf.
  • Að umfang dagskrár sé að a.m.k. tveir dagar.
  • Að staðfesting móttökuaðila fylgi umsókn.
  • Nafnalisti skal fylgja umsókn.
  • Uppgjör fer fram að ferð lokinni

Reglur þessar tóku gildi 4. desember 2023 og verða endurskoðaðar að ári liðnu eða fyrr ef þess er þörf.

Sækja um í sjóðinn