Náms- og kynnisferðir Þró og sí.

Stofnanir ríkisins geta sótt um styrki til Þróunar- og símenntunarsjóðs bæjarstarfsmanna-félaga

Vegna náms- og kynnisferða sem skipulagðar eru í þeim tilgangi að kynna sér störf stofnana erlendis eða innanlands með starfsmönnum sínum.

Umfang dagskrár í slíkum ferðum þarf að vera tveir heilir dagar erlendis. Innanlands skal dagskrá ekki standa skemur en sem nemur einum heilum degi og staðfesting móttökuaðila þarf að fylgja umsókn.

Skv. reglum sjóðsins getur styrkur orðið allt að kr. 100.000 fyrir ferðir innan Evrópu og kr. 130.000 fyrir ferðir utan Evrópu.

Að auki er heimilt er að bæta við styrk vegna ferðakostnaðar innanlands ef fjarlægð frá heimabyggð að flugstöð er meira en 100 km. Getur sá ferðastyrkur verið allt að kr. 30.000 og gildir hann einnig um kynnisferðir innanlands.

Slíka styrki getur hver stofnun tekið út á þriggja ára tímabili.

Umsóknarferli:

Umsókn skal skila til sjóðsins á þar til gerðu rafrænu eyðublaði.
Við afgreiðslu umsóknar metur stjórn sjóðsins:

  • Hvort tilgangur ferðarinnar sé að starfsmenn viðkomandi stofnunar kynni sér sambærilega starfsemi og heimsóknin nýtist þeim til framþróunar í starfi.
  • Hvort um er að ræða að auki þátttaka í ráðstefnu/námskeiði, kynningu og/eða tengsl við nýbreytni og eða þróunarstarf.
  • Að umfang dagskrár sé að a.m.k. tveir dagar.
  • Að staðfesting móttökuaðila fylgi umsókn.
  • Nafnalisti skal fylgja umsókn.
  • Uppgjör fer fram að ferð lokinni

Reglur þessar tóku gildi 15. febrúar 2012 og verða endurskoðaðar að ári liðnu eða fyrr ef þess er þörf.

Sækja um í sjóðinn