Bakvakt

Með bakvakt er átt við að starfsmaður sé ekki við störf en reiðubúinn til að sinna útkalli.

Greiðsla fyrir bakvakt

2.5.1 Með bakvakt er átt við að starfsmaður sé ekki við störf en reiðubúinn til að sinna útkalli. Það telst ekki bakvakt ef starfsmaður dvelst á vinnustað að beiðni yfirmanns. Um greiðslu fyrir bakvakt, sjá gr. 1.6.2.

1.6.2 Greiðsla fyrir bakvaktir skal reiknast af dagvinnukaupi sbr. gr. 1.4.1 með eftirtöldum hætti:

1.6.2 Greiðsla fyrir bakvaktir skal reiknast af dagvinnukaupi sbr. gr. 1.4.1 með eftirtöldum hætti:

  • 33,33% kl. 17:00 - 24:00 mánudaga til fimmtudaga ( og á dagvinnutíma sjá 1.6.3 og 1.6.4 í ríkissamningi)
  • 45,00% kl. 17:00 - 24:00 föstudaga
  • 45,00% kl. 00:00 - 08:00 mánudaga
  • 33,33% kl. 00:00 - 08:00 þriðjudaga til föstudaga
  • 45,00% kl. 00:00 - 24:00 laugard., sunnud. og sérstaka frídaga
  • 120,00% kl. 00:00 - 24:00 stórhátíðardaga sbr. gr. 2.1.4.3
  • 165,00% kl. 16:00 - 24:00 á aðfangadag og gamlársdag
  • 165,00% kl. 00:00 – 08:00 á jóladag og nýársdag.

Brot úr klst. greiðist hlutfallslega. Um greiðslur fyrir útköll á bakvakt gilda gr. 2.3.3.1 og 2.3.3.2.

1.6.3. Greiðsla fyrir bakvakt á dagvinnutímabili er 33,33% vaktaálag. 

2.5.2 Starfsmaður á rétt á fríi í stað greiðslu álags fyrir bakvakt. 20 mínútna frí jafngildir 33,33% vaktaálagi, 27 mínútna frí jafngildir 45% vaktaálagi, 54 mínútna frí jafngildir 90% vaktaálagi og 72 mínútna frí jafngildi 120% álagi.

2.5.3 Bakvaktargreiðsla fellur niður þann tíma sem yfirvinnukaup er greitt.

Bakvaktafrí

2.5.4 Fyrir reglubundna bakvakt, sem skipulögð er allt árið, skal veita frí sem svarar mest 80 klst. fyrir hverjar 1200 klst. á bakvakt. Frí þetta skal veita hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma.

Önnur skýring sama niðurstaða: "Fyrir reglubundna bakvakt, sem skipulögð er allt árið, skal veita frí sem svarar 1 klst. fyrir hverjar 15 klst. á bakvakt að hámarki þó 80 klst. Frí þetta skal veita hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma."Kjarasamningar sveitarfélaga

Einungis er hægt að fá 80 stunda frí vegna þessa ákvæðis.

2.5.5 Unnar stundir á bakvöktum skulu ekki dregnar frá þegar bakvaktarstundir á ári eru taldar, sbr. gr. 2.5.4.

2.5.6 Leyfi skv. gr. 2.5.4 má veita hvenær árs sem er en ekki er heimilt að flytja það milli ára.

Heimilt er að semja við starfsmann um greiðslu í stað fría samkvæmt greinum 2.5.4. Greiðsla þessi miðast við tímakaup í dagvinnu samkvæmt gr. 1.4.1.

Ákvæði til bráðabirgða: Þeir starfsmenn sem fyrir gildistöku samnings 1. apríl 1997, höfðu lengri frí, allt að 96 vinnuskyldustundum fyrir hverjar 1440 klst. skulu halda því á meðan á samfelldri ráðningu þeirra stendur.

Hjá ríkinu:

Fyrir reglubundna bakvakt sem skipulögð er allt árið, skal veita frí sem svarar mest 80 klst. fyrir hverjar 1200 klst. á bakvakt. Frí þetta skal veita hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma.

Ákvæði til bráðabirgða: Þeir starfsmenn sem fyrir gildistöku samnings 1. apríl 2001, höfðu lengri frí, allt að 96 vinnuskyldustundum fyrir hverjar 1440 klst., skulu halda því á meðan á samfelldri ráðningu þeirra stendur. 

Önnur útfærsla

2.5.7 Heimilt er með samkomulagi starfsmanna og forráðamanna stofnunar/sveitarfélags og með skriflegu samþykki samningsaðila að semja um annað fyrirkomulag greiðslu fyrir bakvaktir en að framan greinir. T.d. er heimilt að semja um ákveðinn fjölda klukkustunda fyrir bakvakt án tillits til tímalengdar. Ef samið er um aðrar bakvaktagreiðslur en um getur í gr. 1.6.2 skal, að teknu tilliti til útkallatíðni og lengdar útkalla á tilteknu viðmiðunartímabili, semja um að bakvaktagreiðslur falli ekki niður í útköllum, að hluta til eða öllu leyti.

Merking í vinnustund

Bakvaktir

Starfsmaður er ekki við vinnu en kemur til vinnu ef þarf. Reiknast út miðað við vakt. Starfsmaður fær greitt bakvaktarálag fyrir bakvaktina. Í hvert skipti sem starfsmaður er kallaður til vinnu fær hann greitt fyrir útkall. Vaktaáætlun má gera skv. rúllum, handvirkt eða sjálfvirkt. Við sjálfvirka vaktaáætlanagerð er farið eftir því hvaða starfsmenn voru á almennri vakt á tilteknu tímabili fyrir eða eftir vaktina. Við vaktaáætlanagerð gilda ekki ákvæði í kjarasamningum um hvíldartíma. Því getur starfsmaður verið á bakvakt hvenær sem er utan þess tíma sem hann er á almennri vakt.

Dæmi:

12 tíma bakvakt, þá reiknast álag í 12 tíma.

Ef starfsmaður mætir í 2 tíma þá dragast 2 tímar af álaginu og í staðinn bætast við 2 tímar í yfirvinnu.

Ef tímafærslan er merkt sem útkall þá bætist lágmarkstími í útkalli við, þ.e. ef tímafjöldi í útkalli er undir lágmarkinu.

Reiknireglan segir til um hvert lágmarkið er. Algengt er að það sé 3 tímar í dagvinnu en 4 tímar um helgar og nætur.

Sjálfsþjónusta - Einstaklingur getur skráð á sig bakvakt

Nú er hægt að gefa starfsmanni/skipulagseiningu leyfi til að skrá á sig bakvakt í sjálfsþjónustunni. Þetta er nýr valmöguleiki á stýringu starfsmanns og skipulagseiningu, “Starfsmaður má skrá/eyða bakvakt". Sjálfgefið gildi er Nei.

https://hjalp.vinnustund.is/Vinnustund/N%C3%BDjasta_%C3%BAtg%C3%A1fan_af_Vinnustund.htm