- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Sjóðurinn heitir Þróunar- og símenntunarsjóður bæjarstarfsmannafélaga hjá ríkinu.
kt. 550698-3079,
Skipagötu 14
602 Akureyri.
Markmið sjóðsins er að auka möguleika ríkisstofnana, sem neðangreind stéttarfélög eiga félagsmenn sem starfa þar, til að þróa starfssvið sitt þannig að það samræmist þeim kröfum sem gerðar eru til stofnana á hverjum tíma og efla símenntun félagsmanna sem eru í hlutaðeigandi stéttarfélögum með það fyrir augum að þeir séu færari til að takast á við sífellt fjölbreyttari verkefni.
Stéttarfélög sem geta sótt í sjóðinn eru:
Kjölur stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, FOSS stéttarfélag í almannaþjónustu, Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi, Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum, Starfsmannafélag Fjallabyggðar, Starfsmannafélag Dala- og Snæfellssýslu, Starfsmannafélag, Kópavogs, Starfsmannafélag Hafnarfjarðar, Starfsmannafélag Vestmannaeyjabæjar, Starfsmannafélag Húsvíkurkaupstaðar, Sameyki stéttarfélag.
Stjórn sjóðsins skal skipuð fjórum mönnum til tveggja ára í senn, tveimur skipuðum af fjármálaráðherra og tveimur af hlutaðeigandi stéttarfélögum. Stjórnin kýs sér formann og varaformann. Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður fulltrúi Kjalar stéttarfélags, Einar Már Þórðarson, fulltrúar fjármálaráðherra og Unnur Sigmarsdóttir meðstjórnandi fulltrúi Samflots bæjarstarfsmannafélaga