Orlofsuppbót

Grein 1.7.1 í kjarasamningi sveitarfélaga og gildir um stofnanir sem greiða laun samkv. honum.

Orlofsuppbót verður sem hér segir:

Á árinu 2020 kr. 50.450.
Á árinu 2021 kr. 51.700.
Á árinu 2022 kr. 53.000.

Hinn 1. maí ár hvert skal starfsmaður sem er í starfi til 30. apríl fá greidda sérstaka eingreiðslu, orlofsuppbót, er miðast við fullt starf næstliðið orlofsár. Greitt skal hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma.

1.7.1 Hafi starfsmaður látið af störfum á orlofsárinu skal hann fá greidda orlofsuppbót hlutfallslega miðað við unninn tíma og starfshlutfall síðustu 12. mánuði. Sama gildir ef starfsmaður var frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu vinnuveitenda lýkur eða vegna fæðingarorlofs allt að 6 mánuðum.

Orlofsuppbót er föst fjárhæð og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum samningsins. Á orlofsuppbót reiknast ekki orlofslaun.