Fræðsla fyrir trúnaðarmenn

Trúnaðarmannafræðsla Kjalar stéttarfélags eru gerð og haldinn í samvinnu við Félagsmálaskóli alþýðu. 

Í náminu er farið í ráðningarsamband, ýmis réttindi launafólks, upplýsinga- og samráðsskyldu, réttindi foreldra, jafnrétti, starfslok, aðbúnað og öryggi á vinnustöðum og starf og stöðu trúnaðarmannsins.

Dagskráin 3-5 nóv

Niðurstaða hópavinnu 3 til 5. nóv 2021

Eyðublað vegna fundaferða

 

 

Fulltrúarráð Kjalar stéttarfélags skorar á sveitarfélögin að tryggja starfsfólki sínu styttingu vinnuvikunnar eins og samið var um í kjarasamningum. Sveitarfélögin verða að beita sér fyrir því að fram fari umbótasamtöl á hverjum vinnustað þar sem starfsfólkið útfærir styttinguna og ákveður hversu mikil hún verður. Hjá ríkinu hafa átta af hverjum tíu vinnustöðum farið í 36 stunda vinnuviku og níu af tíu vinnustöðum hjá Reykjavíkurborg. Önnur sveitarfélög verða að fylgja því fordæmi og tryggja þar með aukin afköst, betri þjónustu og aukna starfsánægju.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kynntu sessunautinn

Taktu niður nokkra punkta um sessunaut þinn. Hann tekur líka niður nokkra punkta um þig. Þið fáið 10 mínútur í þetta (2x5 mín.) og svo fær hver þátttakandi u.þ.b. eina mínútu í kynninguna sjálfa.

Nafn?

Hvaðan kemurðu?

Við hvað starfarðu?

Starfsferill/Hversu lengi hefurðu verið í þessu starfi?

Hve lengi hefurðu verið trúnaðarmaður?

Fyrri störf?

Fjölskylduhagir?

Annað?