- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Kjarasamningur sem gildir frá 2015 til 2019. (Samningur í heild)
Breyting sem undirrituð var 9. mars 2020 (unnið er að gera heildstæðan kjarasamning)
Sjá hér útfærslu á styttingu vinnuvikunnar
Breyting á yfirvinnu
Eftirfarandi breyting er gerð á kjarasamningi aðila eftir undirritun 9. mars 2020
Tvískipt yfirvinna tekur gildi 1. janúar 2021 hjá öllum stéttarfélögum sem sömdu þar um. Frá sama tíma mun eftirfarandi ákvæði gilda um yfirvinnu 1 og 2:
Yfirvinna er greidd með tímakaupi, sem skiptist í yfirvinnu 1 og yfirvinnu 2. Tímakaup yfirvinnu 1 er 0,9385% af mánaðarlaunum en tímakaup yfirvinnu 2 er 1,0385% af mánaðarlaunum.
Greiðsla fyrir yfirvinnu skal vera með eftirtöldum hætti:
Yfirvinna 1Kl. 08.00 - 17.00 mánudaga – föstudaga.
Yfirvinna 2Kl. 17.00 - 08.00 mánudaga – föstudaga.
Yfirvinna 2Kl. 00.00 - 24.00 laugardaga, sunnudaga og sérstaka frídaga.
Tímakaup yfirvinnu 2 greiðist jafnframt fyrir vinnu umfram 40 stundir á viku (173,33 stundir miðað við meðalmánuð).
Þá hefur sömuleiðis verið ákveðið að föst yfirvinna sem er merkt sem slík í launakerfinu verði greidd sem yfirvinna 2 (1,0385%).
Mistök við prentun á kjarasamningi að kafli 7 um tryggingar er ekki réttur. Réttur kafli er hér á netinu.
ELDRA efni
Samkomulag um framlengingu á kjarasamningi frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019