Styrktarsjóður BSRB

Kjölur stéttarfélag er aðili að Styrktarsjóði BSRB en honum er ætlað að greiða bætur til sjóðfélaga í slysa- og veikindatilvikum eftir að veikindarétti lýkur hjá vinnuveitanda. Sjóðurinn styrktir einnig fyrirbyggjandi aðgerðir á sviði heilsueflingar og forvarnir gegn sjúkdómum.

Styrktarsjóður BSRB er grundvallaður á samkomulagi BSRB, BHM og KÍ annars vegar og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, Reykjavíkurborgar og Launanefndar sveitarfélaga hins vegar frá 24. október 2000.

Hægt er að skoða einstaka styrktarflokka með því að smella á hlekkina hér hægra megin á síðunni. 

Heimasíða Styrktarsjóðs BSRB