Aðalfundi Kjalar 2024 lokið

Aðalfundur Kjalar var haldinn í gær 21. mars 2023. Á fundinn mættu rúmlega 40 manns. Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar, flutti skýrslu stjórnar þar sem hún fór meðal annars yfir starfsemi félagsins á liðnu ári og fór hún einnig yfir skýrslu orlofssjóðs. Verkfallið var hápunktur síðast árs og það skilaði okkur árangri við samningaborðið. Á því er enginn vafi. Mér finnst ekki síður mikilvægt að verkfallsaðgerðirnar juku samstöðu félagsfólks, þjöppuðu fólki saman og efldu baráttuandann. Á þann hátt var þessi tími ákveðin vitunarvakning fyrir Kjalarfélaga og aðra opinbera starfsmenn innan BSRB sem í þessum aðgerðum stóðu.
Einnig var farið yfir skýrslu orlofssjóðs því. Framkvæmir á sumarhúsin á Eiðum þar sem húsin verða tengd hitaveitu verða heitir pottar settir við þau. Hér eftir verða húsin einnig í boði yfir vetrartímann.  

Skoða fréttabréf 

Skoða fréttabréf orlofssjóðs

Anna Guðný Guðmundsdóttir rekstrarstjóri Kjalar fór yfir ársreikninga Félagssjóðs, Orlofssjóðs, Fræðslusjóðs og Átaks- og vinnudeilusjóðs. Almennt standa sjóðir Kjalar þokkalega vel og skiluð allir hagnaði nema félagssjóður sem var í halla þetta árið.  Kosnir voru fulltrúar á þing BSRB 2024. Fjárhagsáætlun félagsins fyrir árið 2024 var samþykkt og í lok fundar voru dregnir út happdrættisvinningar. Árni Egilsson varaformaður Kjalar var fundarstjóri.