Hækkun á styrkjum úr Fræðslusjóði

Stjórn Fræðslusjóðs Kjalar kom saman á dögunum og hækkaði hámarksfjárhæðir úthlutunarreglna. Taka gildi frá 1. maí 2018. Flestir hámarksstyrkir hækkuð um 20.000 kr. en aðrir minna. Nýjar reglur eru eftirfarandi:

Hámarksfjárhæðir: Sjóðstjórn setur reglur um hámarksfjárhæðir og skulu þær endurskoðaðar ár hvert gilda frá 1. maí 2018.
1). Félagsmaður með eins til fimm ára félagsaðild getur að hámarki fengið kr. 140.000 í styrk á tveggja ára tímabili.
2). Félagsmaður með fimm ára félagsaðild getur að hámarki fengið kr. 170.000 í styrk á tveggja ára tímabili.

Vegna:

a) Ráðstefnur, námsstefnur, kynnisferðir erlendis kr. 100.000 Skilyrði fyrir styrkveitingu er að fyrir liggi formleg dagskrá frá gestgjafa, sem verður að vera amk. 8 klst. að lengd og gerð er góð grein fyrir innihaldi sem tengist starfi umsækjanda. Skila skal stuttri greinargerð að ferð lokinni. Greitt er fargjald hótel/gistikostnaður og ráðstefnu- eða námskeiðsgjald.
b) Ráðstefnur, námsstefnur, kynnisferðir innanlands kr. 50.000 Skilyrði fyrir styrkveitingu er að fyrir liggi formleg dagskrá frá gestgjafa, sem verður að vera amk. 6-8 klst. að lengd og gerð er góð grein fyrir innihaldi sem tengist starfi umsækjanda. Skila skal stuttri greinargerð að ferð lokinni. Greitt er fargjald hótel/gistikostnaður og ráðstefnu- eða námskeiðsgjald.
c) Lífsleikninámskeið án beinnar tengingar við starf, 75% af gjaldi, hámark árlega kr. 40.000
d) Almenn ökuréttindi styrkt að hámarki kr. 60.000
e) Aukin ökuréttindi kr. 100.000
f)  Nám/námskeið til starfsréttinda án beinnar tengingar við starf
g) Til kaupa á hjálpartækjum fyrir lestrar- og ritstuðning allt að 90% styrk vegna kaupa á hjálpartækjum ætluðum til stuðnings við lestur og skrift. Heildarstyrkur miðast við hámarksupphæð skv. almennum reglum sjóðsins.
h) Ef félagsmenn hefur ekki nýtt sér rétt sinn síðustu sex ár, þá á hann rétt á styrk allt að kr. 450.000.- fyrir eitt samfellt nám/námskeið skv. reglum sjóðsins. Ferðakostnaður vegna náms getur að hámarki orðið kr. 80.000.- sem hluti af kostnaði náms/námskeiðs í þessu tilviki.
i) Félagsmenn sem hafa annað móðurmál en íslensku geta sótt um endurgreiðslu vegna 150 stunda íslenskunáms eftir mánaðar félagsaðild. Heildarstyrkur miðast við hámarkupphæð skv. almennum reglum sjóðsins.

Um greiðslur úr sjóðnum:
Greiðslur vegna aksturs geta aldrei verið hærri en einn fjórði af kílómetragjaldi sem Ferðakostnaðarnefnd ákvarðar að greiða skuli starfsmönnum ríkisins vegna afnota launagreiðanda af bifreið launamanns. Fargjald sérleyfisbíla og strætó. Greiðslur innanbæjar eru ekki greiddar. Greiðslur vegna flugfargjalda í innanlandsflugi getur aldrei verið hærra en 72% af fríðindasæti. Sjóðstjórn getur ekki heimilað frávik frá hámarksfjárhæðum. Þó getur sjóðsstjórn heimilað færslu úthlutunar milli tveggja tímabila enda sé það nauðsynlegt vegna framvindu námsins. Þá hækkar hámarksfjárhæð úthlutunar á yfirstandandi tímabili en kemur til samsvarandi skerðingar á hámarksfjárhæð þess næsta. Ekki er heimilt að færa úthlutun á yfirstandandi tímabil, af því næsta, hafi það verið gert árið áður.

Greiðslur úr sjóðnum fara fram eftir að umsækjandi hefur gert grein fyrir kostnaði með því að leggja fram frumrit reikninga. Reikningar vegna námskeiðs- eða skólagjalda skulu vera númeraðir og stimplaðir og eiga sannanlega uppruna sinn í bókhaldi viðurkenndrar námsstofnunar. Einnig skal fylgja með staðfest skólasókn við viðkomandi skóla og eru skólagjöld ekki greidd út fyrr en við upphaf skólaárs eða skólaannar. Aðrir reikningar, s.s. vegna ferðakostnaðar skulu vera númeraðir og stimplaðir og sannanlega tilkomnir vegna kostnaðar við nám eða verkefni. Reikningurinn skal einnig vera merktur með nafni og kennitölu sjóðsfélaga. Styrkur er ekki greiddur fyrr en einum mánuði áður en nota á hann eða að: ferð lokinni og námi loknu eða námskeiði og ákveður sjóðsstjórn það í hverju tilfelli fyrir sig og kemur þá fram í svari til viðkomandi vegna styrksveitingarinnar. Hafi styrkur ekki verið tekinn út innan níu mánaða frá dagsetningu tilkynningar um styrkveitingu, fellur styrkurinn niður.

Félagar Kjalar stéttarfélags sem njóta elli eða örorkulífeyris hafa heimild til að sækja um styrk þó það miði ekki beinlínis að reglum í 3. grein, enda hafi síðasta starf verið innan raða Kjalar.

Félagsmaður á ávallt rétt á að vísa erindi sínu á ný til stjórnar sjóðsins ef hann er ósáttur við afgreiðslu á umsókn sinni. Stjórin skal þá ávallt fjalla um umsókninsa aftur á næsta fundi.