Sumarorlofstími

Nú er tímabil sumarorlofs hafið en það er frá 1.maí til 15. september.

Gott er að hafa í huga:

 • Allir opinberir starfsmenn eiga lágmarksorlof 30 daga (240 vinnuskyldustundir miða við 40 stunda vinnuviku) miðað við fullt ársstarf.
 • Yfirmaður ákveður í samráði við starfsmann, hvenær orlof skuli veitt. Yfirmanni er skylt að verða við óskum starfsmanns um hvenær orlof skuli veitt á sumarorlofstíma ef því verður við komið vegna starfsemi stofnunar.
 • Sé orlof eða hluti orlofs tekið utan sumarorlofstímabils, að skriflegri beiðni yfirmanns, skal sá hluti orlofsins lengjast um 25%.
 • Veikist starfsmaður í orlofi telst sá tími, sem veikindum nemur ekki til orlofs, enda tilkynni hann veikindin svo fljótt sem auðið er og sanni með læknisvottorði, að hann geti ekki notið orlofs.
 • Ef starfsmaður er kallaður til vinnu í orlofi. Er valkvætt að:
   • Greiða starfsmanni yfirvinnu fyrir þá vinnu sem unnin er á orlofstímanum en þá lengist orlof starfsmanns ekki. Eða
   • Starfsmaður fær hefbundin laun fyrir vinnu sína á orlofstímanum og orlofið lengist sem unnum tíma í orlofi nemur.

Nánar um orlof félagsmanna er að finna hér

Frí er mjög mikilvægt fyrir andlega heilsu. Það hvernig fríið er skipulagt skiptir máli. Inná vefsíðu VIRK er farið yfir orlof og streitu, mikilvægi þess að taka sér frí og gera eitthvað skemmtilegt.

Njótið sumarsins