Stofnanasamningur við SAk

Undirritaður var nýr stofnanasamningur við Sjúkrahúsið á Akureyri í gær 5. desember. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2016 og verður greitt út við næstu útborgun. Flestir fá eins launaflokkshækkun en því miður eru það ekki allir. Næsta ár verður gerður aftur stofnanasamningur og þá verður ný launatafla tekin í notkun og þá verður hverjum tryggð að lágmarki 4,5% hækkun við vörpun yfir í nýja töflu. 

Hægt er að sjá samninginn hér.