Nýjar íbúðir Bjargs á Akureyri – Langimói 1–3

Þar sem úthlutunarferlið á fyrra húsinu hefst í þessari viku viljum við beina athygli að 16 nýjum íbúðum sem nú eru í uppbyggingu í Langamóa á Akureyri.

Áætlað er að fyrstu íbúðirnar verði tilbúnar til leigu í júlí 2026. Um er að ræða tvö tvílyft hús með tveggja, þriggja og fjögurra herbergja íbúðum.

Gæludýrahald verður heimilt í íbúðum á jarðhæðum, en nánari upplýsingar um reglur Bjargs íbúðafélags um gæludýrahald má finna hér.

Við hvetjum félagsmenn okkar á svæðinu til að kynna sér þetta tækifæri og fylgjast með umsóknum og úthlutun, sem nánar er fjallað um hér.

Bjarg íbúðafélag leggur áherslu á að þeir sem eiga rétt hjá félaginu séu vel upplýstir um ný verkefni, og við viljum endilega biðja félagsmenn að miðla þessum upplýsingum áfram til þeirra sem gætu haft áhuga.

Hægt er að skoða frekari upplýsingar og myndir af verkefninu á heimasíðu Bjargs – Langimói 1–3 á Akureyri.