Mótmæla harðlega yfirtöku á starfsmatinu í ályktun á landsfundi

Mynd frá landsfundi 2023
Mynd frá landsfundi 2023

Landsfundur bæjarstarfsmannafélaga var haldinn 22. nóv. til 23. nóv. í Reykjanesbæ í móttöku hjá Starfsmannafélagi Suðurnesja. Á fundinum var meðal annars rætt um reynsluna af kjarasamningaviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) síðastliðið vor, sameiginlegu verkfalli og niðurstöðu samninganna. Rætt var um hvað gekk vel í þeirri baráttu og hvað mætti læra af fenginni reynslu. Einnig voru innri mál rædd eins og umhverfi Kötlu-félagsmannasjóðs og farið yfir stöðu mannauðssjóða félaganna.

Sérstaklegar var fjallað um starfsmatskerfið SAMSTARF sem bæjarstarfsmannafélögin hafa samið um í kjarasamningi nú síðast um upptöku á breskur kerfi árið 2001. Starfmatskerfið er nýtt til að tryggja eftir bestu getu jafnræði í launasetningu og meta virði starfa til launa. Talsverð óánægja er meðal bæjarstarfsmannafélaganna vegna framgöngu SÍS innan starfsmatskerfisins, nú síðast með gildistíma á fimm ára endurskoðunni. 

Ljóst er að í komandi kjarasamingum munu stéttarfélögin leggja áherslu á að sameiginleg stjórn verði sett yfir kerfið, þar sem samtök launafólks annars vegar og Reykjavíkurborg og SÍS hins vegar ættu sína fulltrúa í jöfnu hlutfalli. Fundurinn samþykkti ályktun þar að lútandi sem sjá má hér.