Kosið um nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga

Klukkan 12 í dag þann 15. júní hófst atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning sem Kjölur stéttarfélag ásamt tíu öðrum aðildarfélögum BSRB skrifuðu undir þann 10. júní sl.

Atkvæðagreiðslan fer fram rafrænt og hefur borist félögum í tölvupósti en einnig er hægt að opna hana hér

Kosningu lýkur mánudaginn 19. júní kl. 12:00.

Um skammtímasamning er að ræða sem er með gildistíma frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024. Samkvæmt samningnum þá hækka mánaðarlaun að lágmarki um 35.000 kr. og desemberuppbót á árinu 2023 verður 131.000 kr. Samkomulag náðist um sáttagreiðslu að upphæð 105.000 kr. Auk þess var samið um hækkun á lægstu launum og viðbótargreiðslur fyrir tiltekin starfsheiti.

Niðurstöður atkvæðagreiðslna munu liggja fyrir í hádeginu, mánudaginn 19. júní og verða kynntar í kjölfarið.

Við hvetjum félagsfólk til að kynna sér kjarasamninginn sem og taka þátt í atkvæðagreiðslu.

 Linkur á kosningu