Fyrirmyndar sveitarfélag - óskað eftir þáttöku starfsmanna sveitarfélaga

Stéttarfélögin sem standa að verkefninu „Fyrirmyndar sveitarfélag – góður vinnustaðar í almannaþágu.…
Stéttarfélögin sem standa að verkefninu „Fyrirmyndar sveitarfélag – góður vinnustaðar í almannaþágu.“

Fyrirmyndarsveitarfélag er samstarfsverkefni Stéttarfélaga í almannaþjónustu sem nær til félagsmanna sem starfa hjá Sveitarfélögum, könnun sem ber nafnið „Fyrirmyndar sveitarfélag – góður vinnustaðar í almannaþágu.“ Tilgangur könnunarinnar er m.a. að kanna starfsskilyrði og líðan starfsfólks á vinnustað, skapa forsendur til að bæta starfsumhverfi félagsmanna og efla starfsþróun þeirra með því að draga upp heildarmynd af starfsumhverfi og starfsánægju (stjórnun, skipulagi, samskiptum, aðbúnaði o.fl.). Þá er markmiðið að veita félögunum og stjórnendum sveitarfélaga samanburð við önnur sveitarfélög og þjónustusvið til að gera þeim enn frekar kleift að bæta stjórnun innan sveitarfélaganna. Þá geta félögin borið niðurstöður saman við niðurstöður úr könnunum VR og Sameykis, enda eru þær að hluta til opinberar. Könnunin getur orðið félögunum öflugt tæki til að berjast fyrir bættu starfsumhverfi fyrir sína félagsmenn.

Markmið könnunarinnar er að afla upplýsinga um starfsaðstæður félagsmanna sveitarfélaganna og gefa gott yfirlit aðstæður þeirra eftir sveitarfélögum og þjónustusviði. Auk spurninga úr Stofnun ársins, býðst félögunum að leggja fyrir um fimm viðbótarspurningar sem hannaðar verða í samvinnu við félögin. Í næstu mælingum verður svo skoðuð þróun milli ára, þar sem við á. Í þessari tillögu er ekki gert ráð fyrir að gerð sé launakönnun samhliða Stofnun ársins. Markmið þessarar könnunar til framtíðar er svo að allt starfsfólk sveitarfélaganna taki þátt og að heildstæð mynd fáist af starfsumhverfi sveitarfélaganna með könnuninni og þannig verði hægt að bera saman starfsumhverfi sveitarfélaga og ríkisins. Verkefni næstu ára er því að efla samstarf milli stéttarfélaganna og sveitarfélaganna og að báðir aðilar standi að könnuninni í framtíðinni.

Unnið verður úr rannsókninni á tölulegan hátt í töflum og myndum. Til að gæta trúnaðar við svarendur eru meðaltöl í viðhorfaspurningum ekki sýnd nema fyrir fimm eða fleiri svör. Skilað er skýrslu á netinu, sérstöku skýrslugerðarforriti og verður hægt að flytja skýrslur úr forritinu yfir í PowerPoint og eru niðurstöður þá tilbúnar til kynninga.

Okkur langar að biðja þig að taka þátt í að meta stjórnun og starfsaðstæður á þínum vinnustað / þínu sveitarfélagi. Niðurstöðurnar verða birtar og nýttar til að meta sveitarfélagið sem vinnustað og í framhaldi velja fyrirmyndarsveitarfélög.

Gallup sér um að senda starfsmönnum sveitarfélaga könnunina. Ef þú hefur ekki þegar svarað könnuninni, ættir þú að hafa fengið senda könnun fyrr í dag með tölvupósti. Sendandi er kannanir@kannanir.gallup.is. Ef þú kannast ekki við að hafa fengið senda könnun, sendu nafn þitt og kennitölu á Gallup á netfangið fyrirmyndar@gallup.is.

Við erum að vinna fyrir þig - þín skoðun skiptir máli,

Stéttarfélögin sem standa að verkefninu

Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi FOSA,

FOSS - Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi,

Kjölur stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu,

Starfsmannafélag Garðabæjar,

Starfsmannafélag Hafnarfjarðar,

Starfsmannafélag Húsavíkur,

Starfsmannafélag Kópavogs,

Starfsmannafélag Mosfellsbæjar,

Starfsmannafélag Suðurnesja,

Starfsmannafélag Vestmannaeyja