Fulltrúar stjórnar Kjalar sóttu Delta heim

Fulltrúar frá stjórn Kjalar stéttarfélags ásamt 20 öðrum fulltrúum stéttarfélaga bæjar- og borgarstarfsmanna innan BSRB sóttu ráðstefnu í Stavanger á vegum NTR – Nordisk tjenenstemands råd sem er norrænn samstarfsvettvangur. Yfirskrift ráðstefnunnar var "Hvernig starfsfólk á opinberum vinnumarkaði þarf að aðlagast á breyttum vinnumarkaði framtíðarinnar". Ásamt því að heyra fyrirlestra og taka þátt í umræðum var farið í vinnustaðaheimsóknir. Rúmlega 100 manns sóttu ráðstefnuna en 25 fulltrúar voru frá Íslandi úr níu stéttarfélögum innan BSRB.

Að lokinn ráðstefnu var haldið til Ósló og systurfélag okkar Delta heimsótt fengum við góða kynningu á norræna kjarasamningamódelinu og starfssemi félagsins. En á þessum degi voru þeir að fagna 80.000 félagsmanninum svo það er mikil munur á stærð félaganna. 

Hér má sjá myndir úr ferðinni.